Þrjú brautarmet voru slegin í Vestmannaeyjahlaupinu í dag – myndir

05.09.2020

Vestmannaeyjahlaupið var haldið í dag, það var yndislegt veður og hlaupagleðin skein úr andlindum þátttakenda og móthaldara.

Alls tóku 130 hlauparar þátt í tveimur vegalengdum.

Þrjú brautarmet voru slegin í dag, Ásbjörg Ósk Snorradóttir setti nýtt met í 5 km kvenna er hún hljóp á 22:18 en fyrra met var síðan 2014 23:50 sem Aldís Arnardóttir átti. Einnig sló Hannes Jóhannson brautarmet Kára Seins frá því í fyrra en hann hljóp 5 km á 18:59 í dag, Kári átti tíman 19:40. Hlynur Andrésson sló svo 7 ára gamalt brautarmet Kára Steins Karlssonar en hann hljóp 10 km á 31:41, fyrra met var 33:42.

Hér að neðan má sjá tíma verðlaunahafa ásamt HELLING af myndum.

Leó, Hannes og Hjálmar

Sigurvegarar í 5 km karla:

1. sæti, Hannes Jóhannsson tími 18:59 ( Brautarmet )

2. sæti: Leó Viðarsson, tími 20:02

3. sæti: Hjálmar Jónsson, tími 21:14

 

Magnea, Ásbjörg og Ester

Sigurvegarar í 5 km stúlkur:

1.  sæti: Ásbjörg Ósk Snorradóttir, tími 22:18 ( Brautarmet )

2. sæti: Magnea Jóhannsdóttir, tími 23:44

3. sæti: Ester Rúnarsdóttir, tími 24:21

 

Berglind, Guðrún og Eva

Sigurvegarar í 10 km stúlkur

1. sæti: Guðrún Inga Ragnarsdóttir, tími 47:48

2. sæti: Eva Skarpaas, tími 48:24

3. sæti: Berglind Berndsen, tími 51:07

 

Arnar, Hlynur og Ásgeir

Sigurvegarar í 10 km karla:

1. sæti: Hlynur Andresson, tími 31:41 ( Brautarmet )

2. sæti: Arnar Ragnarsson, tími 41:04

3. sæti: Ásgeir Guðmundsson, tími 45:08

 

Aðra tíma úr hlaupinu má finna inn á timataka.net

 

 

 

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search