Þrjú tilboð bárust Vestmannaeyjabæ um að reka þreksalinn í íþróttahúsinu en það er frá:
Líkamsræktarstöðinni, bræðrunum Gunnlaugi Erni og Jóni Þór og þriðja frá GYM heilsu.
Tilboðin eru metin út frá verðtilboði í leigu (50% vægi), verð árskorta (40% vægi) og tilboð í umsýslukostnað (10%).
Rétt er að benda á að hér er ekki um eiginlegt útboð að ræða heldur ósk um verðtilboð. Leiga á sal er ekki útboðsskylt.
Niðurstöður verða tilkynntar eftir fund í fjölskyldu- og tómstundaráði sem er á fimmtudaginn.