Styrkir til staðbundinna fjölmiðla 2021
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til einkarekinna staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins.
Markmið styrkjanna er að efla starfsemi fjölmiðlanna sem gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðja með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf. Þá eru styrkirnir liður í aðgerðum byggðaáætlunar um eflingu fjölmiðlunar í héraði.
Til úthlutunar að þessu sinni voru 10 milljónir kr. Alls sóttu 11 miðlar um styrkina og uppfylltu níu þeirra skilyrði úthlutunar:
Úthlutun styrkja 2021:
- Akureyri.net (Eigin herra ehf.) 797.250 kr.
- Austurfrétt (Útgáfufélag Austurlands ehf.) 1.150.344 kr.
- Eyjar.net (ET miðlar ehf.) 1.150.344 kr.
- Jökull (Steinprent ehf.) 1.150.344 kr.
- Skessuhorn (Skessuhorn ehf.) 1.150.344 kr.
- Strandir.is (Sýslið verkstöð ehf.) 1.150.344 kr.
- Tígull (Leturstofan sf.) 1.150.344 kr.
- Vikublaðið (Útgáfufélagið ehf.) 1.150.344 kr.
- Eyjafréttir (Eyjasýn ehf.) 1.150.344 kr.
Forsíðumynd: Guðmundur Gíslason