Þriðja hæð Fiskiðjunnar verður hornsteinn í nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfi

04.11.2020

Í bæjarráði á mánudaginn var lögð fram til kynningar skilagrein Hólmfríðar Sveinsdóttur, og Sveins Margeirssonar, ráðgjafa Vestmannaeyjabæjar og Þekkingarseturs Vestmannaeyja, um nánari útfærslu á nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi í Vestmannaeyjum.

Þar er rammað inn fyrirkomulag á nýtingu 3. hæðar Fiskiðjuhússins Ægisgötu 2 sem verði hornsteinn í nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfi Vestmannaeyja til framtíðar.

Hugmyndirnar lýsa metnaðí og ljóst samkvæmt skilagreininni að mikil undirbúningsvinna er að baki. Unnið hefur verið í samráði við menntamálaráðherra, háskólasamfélagið og fimm fyrirtæki í Eyjum hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að koma að vinnu við LANDLYST ásamt háskólum, rannsóknastofnunum, samtökum og fyrirtækjum víðs vegar á Íslandi og erlendis.

Fyrirtækin eru Leo Seafood, Slippurinn, Grímur kokkur, Ísfélag Vestmannaeyja og HS Veitur.

Bæjarráð þakkaði kynninguna.

Næstu skref eru að hefja framkvæmdir og ráða fólk.

Sjá skilagreinina hér: Nýsköpun og frumkvöðlastarf í Vestmannaeyjum

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is