Þriðjudagur 27. febrúar 2024

Þorrablót í Kaupmannahöfn

Það var líf og fjör síðastliðinn laugardag þegar saman komu hátt á þriðja hundrað manns þegar að Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hélt Þorrablót. Óvenju stór hluti var Eyjafólk eða fólk með tengingu við Eyjar.

Er þetta einn af hápunktum í starfsemi Íslendingafélagsins og er ávalt haldið fyrsta laugardag í febrúar. Það varð uppselt á örfáum dögum, eins og vanalega. Þetta er áratuga hefð en þegar að covid var í gangi þá var það ekki haldið þau 2 ár. Blaðamaður Tíguls heyrði í Guðna Gunnarssyni, oft kenndur við Gilsbakka en hann var kominn í stjórn Íslendingafélagsins fljótlega eftir að hann flutti til Danmerkur.

„Hljómsveit kvöldsins var Brimnes sem hélt uppi geggjuðu stuði eftir að borðhaldi lauk. Frábær matur eins og þorrablóti sæmir og kom hann frá Kjarnafæði.  Samdóma álit allra gesta sem ég talaði við að hljómsveitin hafi verið stórkostleg og þegar ég nefndi að þeir tengdust Þjóðhátíð, var hún sett á to do lista hjá þeim sem ekki hafa mætt á Þjóðhátíð. Kannski maður fari að skipuleggja hópferð á Þjóðhátíð, maður spyr sig. Aðal styrktaraðili ÍFK er Icelandair og er ómetanlegt fyrir okkur í félaginu.   Annar hápunktur er 17. júní skemmtunin á Femøren á Amager á laugadegi, sem næst 17. júní“ sagði Guðni að lokum.

 

  

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search