Á þessum árstíma standa venjulega yfir þorrablót út um allt land en eins og flest allir viðburðir í dag þá er ekki hægt að halda fjölmenn þorrablót vegna Covid.
Félag eldri borgara í Vestmannaeyjum hugsa út fyrir boxið og ætla að bjóða félagsmönnum uppá að fá Þorramatinn sendan heim að dyrum þeim að kostnaðarlausu þann 5. febrúar
Sama kvöld eða þann 5.febrúar mun verða send út tónlistardagskrá með tónlistarhópnum Blítt og létt, sem verður öllum opinn sem vilja.
Hér fyrir neðan má sjá auglýsinguna um viðburðinn.