Þriðjudagur 16. apríl 2024

Þórey Friðbjarnardóttir

Fjölskylda: Eiginmaðurinn Benóný Benónýsson og synirnir, Friðbjörn Sævar og Binni Þór, tengdadóttirin Sigrún Þorsteinsdóttir og auðvitað kötturinn Bruce. Það er nú ekki heldur hægt að gleyma “barnabörnunum” Rjóma og Tertu.

Hvaða hefðir tíðkast í fjölskyldunni í kringum jólin?

Hefðirnar hafa auðvitað breyst með tímanum og matarhefðirnar líka. Áður fyrr var alltaf hangikjöt á aðfangadag en eftir að við Binni fórum að halda jól heima með okkar strákum þá höfum við alltaf haft fyllta kalkúnabringu. Binni fann einhverja svaka fína uppskrift á youtube sem hann masteraði með fyllingunni frá mömmu sinni. Við erum nú ekkert rosa stressuð yfir hefðum heldur spilum þetta bara eftir hendinni hverju sinni. Við höfum til dæmis eytt jólunum á Kanarí með allri tengdafjölskyldunni sem var ógleymanlegt. Ég á eftir að prufa jól í Ameríku en við Lilja vinkona höfum oft talað um að halda jól þar saman í ellinni.

Hvenær byrjið þið að setja upp jólaljós?

Við setjum ekki upp jólaljósin fyrr en eftir 1. des. 

Hvenær er jólatréð skreytt?

Það er nú bara mjög misjafnt. Þegar ég var í náminu og prófum fram til 21. des þá var það oft gert ansi seint. Núna kannski bara helgina fyrir jól eða þegar maður er í stuði til þess. 

Er mikill munur á hefðum núna og þegar þú varst lítil og hvað þá helst?

Það er kannski ekki mikill munur en eins og ég sagði áður hefur þetta auðvitað breyst heilmikið. Þegar ég var krakki var alltaf hefð að keyra pökkum út á aðfangadag og taka stutta heimsókn til allra í leiðinni. Ég man hvað mér þótti það alltaf gaman. Hitta alla fjölskylduna, ömmur og afa og spenningurinn jókst eftir því sem pökkunum fjölgaði í skottinu á bílnum því maður fékk auðvitað pakka frá öllum til baka. Mamma var á meðan heima að græja matinn. Svo voru líka jólaboðin sem amma Jessý og systur hennar skiptust á að halda. Þar var alltaf spilað hundrað og einn og þvílík keppni og fjör. Í seinni tíð var svo tengdó alltaf með heljarinnar mikið jólaball á jóladag þegar allir krakkarnir voru litlir og kom þá jólasveinn með gjafir.  Greyið Jóa Ben var oftast troðið í jólasveinabúninginn og kom hann með gjafir handa krökkunum og mikið fjör. Svo eldast börnin og þá auðvitað dettur þetta upp fyrir sig. En mikið var alltaf gaman. 

Er eitthvað sem má alls ekki sleppa í kringum jólahátíðina?

Það er auðvitað mikilvægast af öllu að hafa fólkið sitt hjá sér. Þegar maður eldist fara pakkarnir að spila minna hlutverk og samverustundir og kósý stærra. Að vera saman og hlæja saman er bara best. Spila skemmtileg spil og lesa góða bók. En ef það er eitthvað sem má ekki klikka þá er það eplapæið hennar mömmu.  Það eru bara ekki jól án þess. Uppskriftin er algert leyni og er fengin frá vinkonu mömmu, Margo Renner, og er því amerísk. Mig minnir að formið hafi líka komið sér ferð frá Ameríku.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search