Þorbjörn hf kaupir Smáey af Bergi-Huginn

17.03.2020

Þorbjörn hf í Grindavík bætir við skipakostinn

Þorbjörn hf. í Grindavík hefur gengið frá kaupum á Smáey VE af útgerðarfélaginu Bergi-Huginn. Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjörns, segir að stefnt sé að því að Smáey verði gerð út frá Grindavík en verði hugsanlega einnig við veiðar að sumarlagi fyrir norðan land. Ekki er búið að ákveða hvaða nafn skipið fær.

Þorbjörn keypti um mitt ár 2018 Sisimiut af Royal Greenland í Grænlandi sem var smíðaður 1992 fyrir Skagstrending hf. og hét þá Arnar HU 1. Skipið heitir nú Tómas Þorvaldsson GK og hefur reynst Þorbirni mjög vel, að sögn Gunnars.

Smáey, áður Vestmannaey VE, er tæplega 30 metra langur skuttogari og var smíðaður í Póllandi árið 2007.

„Við reiknum með að Smáey verði gerð út héðan frá Grindavík aðallega en þó eitthvað úti á landi einnig. Aflanum verður þá ekið hingað til Grindavíkur þar sem hann verður unninn. Við erum líka að velta því fyrir okkur að halda skipinu við veiðar yfir sumartímann  í blönduðum afla,“ segir Gunnar.

Nýlega var vélin í Tómasi Þorvaldssyni tekin upp en hún var komin á tíma samkvæmt viðhaldsáætlun. Gunnar segir að öllu leyti hafi útgerð hans gengið eins og í sögu.

„Það hefur verið hörmungartíð en merkilegt hvað búið er að slíta upp þrátt fyrir það. Í hvert skipti sem menn hafa komist á sjó hefur alltaf verið mokafli jafnt fyrir báta og togara. Það er alla vega nóg af fiski í kringum okkur,“ segir Gunnar.

Í leigu tímabundið

Áður en Smáey siglir til nýrrar heimahafnar í Grindavík er það í leigu Samherja. Leiga skipsins er tilkomin vegna seinkunar á afhendingu nýs Harðbaks EA 3 sem er eitt sjö skipa úr raðsmíðaverkefni sjö íslenskra útgerða. Útgerðarfélögin eru fjögur; Gjögur, Skinney-Þinganes, Bergur-Huginn og Útgerðarfélag Akureyringa.  Í frétt Samherja um leigu á Smáey segir að minna hafi veiðst í efnahagslögsögunni í vetur en undanfarin ár og skýrist lakari veiði einkum af óhagstæðu veðurfari. Skipti þetta einnig máli þegar tekin var ákvörðun um leigu skipsins.

Hjörtur Valsson er skipstjóri á Smáey á meðan á leigutímabilinu stendur en Hjörtur verður skipstjóri á Harðbak þegar skipið fer til veiða en það er sem stendur í slipp á Akureyri.

Hann lýsir Smáey sem góðu skipi; það sé lipurt og skemmtilegt og veiðar hafa gengið ágætlega.

Greinin birtist fyrst í Fiskifréttum 12. mars sl.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is