U-19
Þóra Björg Stefánsdóttir hefur verið valin til æfinga og leiks hjá U19 ára landsliði Íslands í næstu viku. Þóra hefur leikið vel með ÍBV síðustu ár í 2. og meistaraflokki en hún hefur oft verið valin með U18 og 19 ára landsliðinu.
Liðið, sem Margrét Magnúsdóttir þjálfar, æfir í Garðabænum og spilar leik við meistaraflokk Stjörnunnar þann 17. janúar, sitt hvoru megin við æfingar liðsins.
U-15
Elísabet Rut Sigurjónsdóttir er þessa dagana á landsliðsæfingum hjá U15 ára liði Íslands, liðið æfir frá 11. janúar til 13. janúar. Hún hefur leikið vel með yngri flokkum ÍBV síðustu ár.
Elísabet hefur æft mikið með þessu landsliði síðustu mánuði og ár og staðið sig vel, t.a.m. í leikjum á UEFA-móti í Tyrklandi á síðasta ári.
Magnús Örn Helgason þjálfar íslenska U15 ára landsliðið.