Íslenskur menningararfur er innblástur hönnunar þjónustumiðstöðva Svarsins. Stöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn og bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir bíla og raftæki, sjálfsalaverslanir með fjölbreyttu vöruúrvali, sjálfhreinsandi salerni, gagnvirk upplýsingaborð, upplýsinga- og auglýsingaskjái, markað með handverki úr héraði, leiksvæði, sjónauka og fleira.
Þá verða ruslagámar við stöðvarnar þar sem hægt verður að losa rusl til endurvinnslu, húsbílar og rútur geta losað salernisúrgang og camper ferðafólki boðið velkomið að leggja á sérmerktum bílastæðum gegn gjaldi þar sem grill- og þvottaaðstaða verða til afnota.
Þetta er meðal þess sem sagt er frá á vef svarið ehf , Það verður hann Sveinn Waage eyjapeyi sem mun stýra nýrri þjónustumiðstöð við þjóðveg 1 eða við afleggjarann hjá Landeyjarhöfn, vá hvað þetta verður spennandi verkefni sem við hjá Tígli munum fylgjast með hverju skrefi. Hérna eru nokkrar myndir sem eru frá síðu svarsins við mælum með að þið kíkið inn á þessa flottu kynningarsíðu um þetta verkefni og einnig er þar hægt að taka þátt í stuttri könnun, sem er um að gera að leggja lið. svarid.is