Þriðjudagur 5. desember 2023

Þjóðhátíðarlagið 2020 – Takk fyrir mig

17.07.2020

Ingó Veður­guð gefur út þjóð­há­tíðar­lagið Takk fyrir mig í dag. Lagið var gefið út þrátt fyrir að Þjóð­há­tíð hafi verið blásin af, en hann segir það skemmti­lega til­viljun hve vel textinn passi við á­standið.

Ídag kemur út lagið Takk fyrir mig í flutningi Ingó Veður­guðs, en það er þjóð­há­tíðar­lagið í ár. Þetta lag sker sig frá öðrum þjóð­há­tíðar­lögum fyrir þær sakir að há­tíðin fer ekki fram um verslunar­manna­helgina þetta árið vegna fjölda­tak­markana á sam­komum. Sem stendur er fjöldi gesta á sam­komum tak­markaður við 500 manns en alla jafna mæta tæp­lega tuttugu þúsund manns á Þjóð­há­tíð.

„Lagið heitir Takk fyrir mig og hefur verið að púslast saman í yfir nokkuð langan tíma, sem er mjög ó­vana­legt fyrir mig. Það mætti í raun segja að lagið hafi nokkurn veginn bara gerst. Bróðir minn samdi svo hluta af því,“ segir Ingó.

Smell­passar við á­standið

Ingó var fenginn til að semja lagið áður en að í ljós kom að há­tíðin í ár yrði slegin af.

„Það var búið að biðja mig að gera lagið áður en ÍBV neyddist til að taka þessa á­kvörðun. Síðan urðum við hins vegar að á­kveða hvort við vildum þá gefa lagið út. Okkur fannst ein­hver rómantík fólgin í því að gera það, sér­stak­lega þar sem textinn smell­passar ó­vænt við á­standið,“ segir hann.

Er það ekki sér­stök til­finning að fá svo ekki að flytja það fyrir dalinn?

„Mjög sér­stök. Það að spila það í dalnum gerir svo­lítið lagið að lagi, þannig það er frekar leitt að fá ekki að spila það núna í Eyjum. En sem betur fer mun ég fá mitt tæki­færi til að flytja það þar á næsta ári,“ segir hann.

Það er í nógu að snúast hjá Ingó þessa dagana og fjöldinn allur af giggum bókuð víðs vegar um landið um verslunar­manna­helgina.

„Já, ég með alveg helling af verk­efnum um verslunar­manna­helgina. Annars vona ég bara að lagið verði það gott og því vel tekið, þannig að ég neyðist til þess að spila það opin­ber­lega þegar ég gigga um ó­komna tíð,“ segir Ingó.

Lærði virði þess að slaka á

Ingó segist hafa haft það nokkuð á­gætt sjálfur á meðan heims­far­aldurinn stóð sem hæst og sam­komu­bannið var í gildi. Það hafi þó verið á­kveðin við­brigði að geta ekki spilað opin­ber­lega á meðan á þessu stóð.

„Ég tók nú samt nokkur gigg í gegnum Skype en annars hafði ég lík­lega bara gott af smá pásu. Ég gat gefið mér tíma til að sinna því sem ég átti eftir á heimilinu. Það má segja að ég hafi lært hvers virði það er að geta slakað á annað slagið,“ segir hann.

Þrátt fyrir að Þjóð­há­tíð hafi verið slegin af þá hafa tak­markanir á skemmtana­haldi ekki mikil á­hrif á Ingó.

„Ég er nokkuð heppinn þar sem ég er fyrst og fremst í verk­efnum þar sem 50-100 manns koma saman. Nú er samt erfitt fyrir hljóm­sveitir og þá sem treysta á að halda eigin tón­leika. En ef maður er dug­legur mun maður lifa þetta af,“ segir Ingó.

Per­sónu­legri Veður­guð

Um þessar mundir á Ingó eitt allra vin­sælasta lagið á landinu, Í kvöld er gigg. Textinn er ein­lægari og per­sónu­legri en við höfum hingað til vanist frá Veður­guðinum.

„Það var samið ný­lega þegar ég var and­lega tómur eftir mikla vinnu­törn. Það varð strax upp­á­halds­lag kærustunnar minnar og bróður míns, en ég leita oft til þeirra eftir ráðum. Ég var fyrst um sinn efins með að gefa það út vegna þess hversu per­sónu­legt það er, en þau hvöttu mig á­fram og vel­gengni lagsins hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum,“ segir hann.

Hann segist síður en svo gera sér grein fyrir því hversu vin­sælt lag verður mögu­lega þegar hann semur það.

„Alls ekki, maður veit ein­hvern veginn ekki neitt, þess vegna hef ég lært að lík­lega er bara best að fylgja hjartanu. Sumt nær í gegn, annað ekki, en þá er það bara á­fram gakk,“ segir Ingó.

Heyra má þjóðhátíðarlagð í ár hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/thjodhatid/videos/619493332105285/

Þetta viðtal birtist á vef Fréttablaðsins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is