Þjálfarar meistaraflokks karla ÍBV gera upp tímabilið

22.11.2020

Þjálfarar meistaraflokks karla hjá ÍBV hafa gert upp tímabilið sem var ekki alveg eins og við var að búast þetta árið, og völdu þá leikmenn sem hafa skarað hvað mest fram úr.

 • Leikmaður ársins: Jón Ingason
 • Efnilegasti leikmaðurinn: Tómas Bent Magnússon
 • IBV-ari ársins: Ásgeir Elíasson
 • Markakóngur: Gary Martin

​Frá þessu er greint á facebook-síðu knattspyrnudeildar ÍBV.

Strákunum er öllum óskað innilega til hamingju.

Leikmaður ársins að mati þjálfara liðsins er enginn annar en Jón Ingason en hann er uppalinn hjá ÍBV og kom inn á í sínum fyrsta meistaraflokksleik 11. september 2011 í Pepsi deildinni gegn Þór. Jón hefur leikið 137 meistaraflokksleiki fyrir félagið en hann er 25 ára gamall.

Þjálfarar meistaraflokks karla hafa valið efnilegasta leikmann ÍBV þetta árið en það er Tómas Bent Magnússon.

Tómas er fæddur árið 2002 og spilaði 12 leiki fyrir ÍBV í deild og bikar í sumar og skoraði í þeim 3 mikilvæg mörk, en félagið bindur miklar vonir við þennan unga leikmann.

Markakóngur ÍBV 2020 kemur ekki mörgum á óvart en Gary Martin skoraði 11 mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni og 7 mörk í 4 leikjum í bikarnum í sumar eða 18 mörk samtals.

Ásgeir Elíasson var valinn ÍBV-ARI ársins, en sá leikmaður er einn mikilvægasti hlekkur liðsins jafnt innan sem utan vallar.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search