Föstudagur 23. febrúar 2024

„Þið munið sjá trén, grasið og blómin vaxa á ný“. Hughreystandi skilaboð Ernu til íbúa La Palma

Eins og flestir vita stendur nú yfir eldgos á spænsku eyjunni La Palma.

Gosið er í eldfjallinu Cumbre Vieja og hefur það valdið gífurlegri eyðileggingu og hafa þúsundir eyjaskeggja þurft að yfirgefa heimili sín. Ákveðin líkindi eru með eldgosinu á La Palma og gosinu á Heimaey í Vestmannaeyjum árið 1973 þar sem þúsundir manna þurftu að yfirgefa heimili sín. En sem betur fer byggðist eyjan upp aftur þó íbúafjöldinn hafi aldrei náð þeim fjölda sem var fyrir gos.

Á spænska fréttamiðlinum www.elpais.com má finna umfjöllun um Heimaeyjargosið og mjög hjartnæm og uppörvandi skilaboð frá Ernu Jóhannesdóttur til íbúa La Palma. Erna og Egill Egilsson eiginmaður hennar þurftu að flýja heimilið sitt ásamt barnungum syni sínum árið 1973 og flytja frá Vestmannaeyjum, þau segja það hafa verið dálítið skelfilegt. Þau höfðu þá hafið húsbyggingu en voru vakin upp með þeim fréttum þann 23. janúar 1973 að það væri farið að gjósa á eyjunni. Í kjölfarið þurftu þau og aðrir íbúar Vestmannaeyja að hraða sér niður á bryggju, í báta og flýja eyjuna. Goslokum var lýst yfir þann 3.júlí sama ár og eftir það fór fólk að týnast til baka og hefja uppbyggingu. Ekki allir komu þó tilbaka enda útlitið og staðan á eyjunni ekki góð og margir sem höfðu misst heimili sín.  Af 1350 húsum bæjarins, fóru 417 eignir undir hraun og aðrar 400 skemmdust að einhverju eða miklu leyti. Erna og Egill komu tilbaka ári eftir gos.

Erna segir við íbúa La Palma að hlutirnir verði betri, þetta verði allt í lagi.

Hægt er að lesa alla greina inn á aldur.is þar sem hún birstis fyrst. Einnig er þar að finna myndband með viðtali við Ernu, Egil og Pál.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search