Þriðjudagur 5. desember 2023

Þetta hefur verið lærdómsríkt ár, sorglegt, skemmtilegt og þetta hefur reynt á

Í dag 1. Mars, er eitt ár síðan Gylfi Þór Þorsteinsson var ráðinn til að opna og stýra Farsóttarhúsum

Ári síðar hafa 1097 gestir verið hjá okkur og þar af 525 sýktir af Covid 19 sem er töluvert meira en hafa lagst inn á Landspítala (327) segir Gylfi á facebooksíðu sinni í morgun.

Ennþá hefur engin starfsmaður eða sjálfboðaliði veikst hjá okkur eða þurft að fara í sóttkví vegna vinnunar í Farsóttarhúsi. Bæði vegna þess að við höfum verið heppin en líka vegna þess hversu alvarlega við sinnum sóttvörnum hjá okkur.

Við höfum á þessu ári, verið með fólk sem hefur misst maka vegna veirunar, misst ættinga vegna slysa og þurft að koma til landsins, fólk sem flýr stríðsatök í heimalandi sínu, flóttamenn, ferðamenn og hin almenna Íslending.

Við höfum verið með Farsóttarhús, fyrir Jaðarsetta einstaklinga, fólkið okkar sem er heimilislaust eða í virkri neyslu. Allir hafa fengið sömu þjónustu, hvort sem þeir voru lagðir inn af Rakningarteyminu, Covid deildinni, Félagsmálayfirvöldum eða komu í fylgd Lögreglu.

Þegar mest var voru um 110 manns í húsum okkar, í dag erum við með 5, þar af 4 sýkta af Covid.

Þetta hefur verið lærdómsríkt ár, þetta hefur verið sorglegt, þetta hefur verið skemmtilegt og þetta hefur reynt á.

Það er ljóst að Farsóttahús okkar hafa virkað vel, við höfum hýst fólk með afbrigði veirunnar sem ekki hafa greinst á landinu, sökum skimanna í Leifstöð, við erum staðurinn þar sem þau afbrigði verða sem eru mest smitandi.

Á þessu ári hafa tugir sjálfboðaliða Rauða Krossins veitt okkur ómetanlega aðstoð. Starfsfólk Íslandshotela, Securitas, Fíkni geðdeildar Landspítala og Sólar ásamt 7 starfsmönnum Rauða Krossins sem voru ráðin í þetta verkefni, hafa lagt sig meira fram en hægt er að ætlast til, fyrir það ber að þakka.

Ég er stolltur af starfi okkar og stolltur að hafa fengið að vinna með svo ótrúlegu fólki segir Gylfi að lokum.

Gylfi Þór Þorsteinsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is