Þetta er ekkert svo flókið – bara alls ekki – en mikilvægt

06.08.2020

Ef þú hugsar um að haga þér, þá gengur betur að koma í veg fyrir þetta. Það er enginn annar að fara að hugsa um þetta fyrir þig.

Er þér ekki annt um þína heilsu og þína nánustu já og alla í kringum þig ? Ég býst við að svarið sé: jú það er mér.

Þá skalt þú byrja á að hugsa um hvað þú getur gert til að koma í veg fyrir smit og að smitast

Tökum dæmi

Ef ég tek bara dæmi um hvernig ég sjálf tækla þetta þá er þetta ekki mjög flókið að mínu mati. Þar sem ég vil reyna að forðast það sem heitan eldinn að fá þessa veiru meðal annars vegna þess að ég er með áreynslu asma og oft þungt að anda og þar af leiðandi hrædd um að ég gæti veikst illa af þessu ( ekki lífshættulega svo sem en orðið mjög veik ) og ekki hef ég nennu né tíma í að verða lengi veik, ekki frekar enn nokkur annar. Þá hef ég númer eitt, tvö og þrjú hugsað um að fara eftir þeim settu reglum sem eru í gangi.

Mögulega gæti ég fengið veiruna

Þegar ég fer í verslun þá hugsa ég að mögulega gæti ég fengið veiruna með því að snerta svæði sem sýktur hefur snert svo ég byrja á að spritta mig þegar inn kemur og einnig kerruna, þegar ég fer svo út úr búðinni spritta ég mig einnig. Og mikilvægasta er að ég reyni eins og ég get að halda fjarlægð við alla í versluninni sem er oft erfitt þar sem mikið af fólki er ekki mikið að spá í 2 metra reglunni því miður og hef ég verið þessi nöldur leiðinlega og beðið fólk að bakka aðeins. Svo í dag er búið að bæta því við að nota grímur sem er besta mál en alls ekki margir að fara eftir.

Það þarf að bæta sig hér

Sjálf fór ég í Herjólf í gær og voru allir með grímur þar og fjölskyldur sátu saman, allir að passa sig og til fyrirmyndar þar. Næsta stopp var N1 á Hvolsvelli, þegar inn var komið voru allir utan í öllum enginn með grímu eingöngu einn starfsmaður þar með grímu sem vakti furðu mína og mér einfaldlega leið ekki vel þarna inni enda fljót út aftur og ég hugsaði: Er fólk ekki að taka þessu alvarlega úff. Næst var farið í Bónus á Selfossi þar var sama sagan, enginn með grímu og enginn að virða 2 metra regluna, ekki einu sinni í kassaröðinni. Hvaða rugl er þetta fólk? Eru allir að hugsa að þetta snerti ekki þá eða neee þetta kemur ekki fyrir mig? Maður spyr sig!

Sama dæmið er þegar lúsin herjar á skólana

Þetta er eins og þegar lús kemur upp í skólanum og engin skilur afhverju það sé svona erfitt að koma í veg fyrir hana. Svarið við því er af því að það kemba ekki nema brot af foreldrum börnin sín því þau hugsa tja neee mín börn fá ekkert lús og svo eru þeirra börn að dreifa lúsinni áfram.

Afsakið orðbragðið en ætlar fólk að vera fífl bara endalaust og læra aldrei né hlusta?

Hérna er þetta skírt: NOTAÐU GRÍMU ÞAR SEM VIÐ Á, SPRITTAÐU HENDURNAR OG SPRITTAÐU ÞAÐ SEM ALMENNINGUR NOTAR Á EFTIR ÞÉR, HALTU 2M REGLUNNI, ÞVOÐU VEL Á ÞÉR HENDURNAR ALLSTAÐAR SEM ÞÚ KEMST Í HANDÞVOTT OG BENTU SVO FÓLKI Á EF ÞAÐ ER AÐ GLEYMA SÉR.

Öll getum við gleymt okkur

En það er nefnilega málið, við eigum það til að gleyma okkur og ég er þar líka, hausinn á manni er út um allt og við fljót að gleyma okkur en þá eigum við einfaldlega að benda næsta manni á.

Mín skoðun er sú að þetta sé komið til að vera í einhvern tíma, eða þangað til það finnst upp bóluefni við þessari veiru svo við verðum að tileinka okkur að fara eftir þessu til að þau sem eru veik fyrir sleppi við að fá veiruna í sig. Því það getur verið DAUÐANS alvara.

Hérna er mynd sem sýnir hve mikilvægt er að nota grímu t.d. verum þessi neðsti.

Kata Laufey – annar ritsjóri Tíguls.

Forsíðumynd var tekin í Herjólfi í gær þar voru allir til fyrirmyndar og fólkið á myndinni tengist skrifunum ekki neitt.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search