27.11.2020
Þetta er algjörlega ólíðandi ástand og við á HSU upplifum okkur vanmáttug í þessum aðstæðum sem upp eru komnar.
Sem betur fer erum við vel í stakk búin til að taka á móti og leysa flest vandamál sem upp koma. Það koma þó alltaf öðru hvoru upp tilfelli sem ekki verða leyst nema á sérhæfðri deild á Landspítala og krefjast þess að sjúklingar séu fluttir til Reykjavíkur. Ástæður slíkra flutninga eru mjög fjölbreyttar.
Allt tal um að flytja hingað til Eyja resúrsa til að bjarga málunum er því mikil einföldun.
Í þessum tilfellum er mikilvægast að geta komið sjúklingum á sem skemmstum tíma á réttan stað. Við erum því, og verðum, háð sjúkraflutningum með flugi eða þyrlu.
Staðan er því grafalvarleg og eina leiðin til að bæta hana er að þyrlurnar séu til taks þegar á þarf að halda.
Ég get ekki annað en lýst miklum vonbrigðum með stöðuna sem er komin upp og biðla til hluteigandi að leysa þessi mál!
Segir Davíð að lokum.
