Þriðjudagur 5. desember 2023

Þetta er algjörlega ólíðandi ástand og við á HSU upplifum okkur vanmáttug

27.11.2020

Ekki er þyrla í boði vegna verkfalls og ekki er einu sinni Herjólfur að sigla vegna veður.
Tígull heyrði í Davíð Egilssyni yfirlæknir á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum.
Af hverju var ekki komið skurðlækni eða því fagfólki til Eyja sem getur sinnt bráða tilfellum ef eitthvað kemur óvænt uppá. Eða var það kannski gert og er þá til staðar ?

Þetta er algjörlega ólíðandi ástand og við á HSU upplifum okkur vanmáttug í þessum aðstæðum sem upp eru komnar.
Sem betur fer erum við vel í stakk búin til að taka á móti og leysa flest vandamál sem upp koma. Það koma þó alltaf öðru hvoru upp tilfelli sem ekki verða leyst nema á sérhæfðri deild á Landspítala og krefjast þess að sjúklingar séu fluttir til Reykjavíkur. Ástæður slíkra flutninga eru mjög fjölbreyttar.

Allt tal um að flytja hingað til Eyja resúrsa til að bjarga málunum er því mikil einföldun.

Í þessum tilfellum er mikilvægast að geta komið sjúklingum á sem skemmstum tíma á réttan stað. Við erum því, og verðum, háð sjúkraflutningum með flugi eða þyrlu.

Staðan er því grafalvarleg og eina leiðin til að bæta hana er að þyrlurnar séu til taks þegar á þarf að halda.

Ég get ekki annað en lýst miklum vonbrigðum með stöðuna sem er komin upp og biðla til hluteigandi að leysa þessi mál!

Segir Davíð að lokum.

Davíð Egilsson yfirlæknir á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is