Miðvikudagur 24. apríl 2024

Thelma Lind mun útskrifast frá Leiklist laugardaginn 18. desember

Thelma Lind var í viðtali hjá Kvikmyndakóla Íslands en hún er að útskrifast frá Leiklist og verður mynd hennar,  “Í næsta lífi” sýnd í aðdraganda hennar.  

Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?

Frá því ég man eftir mér hafa kvikmyndir alltaf spilað stórt hlutverk í mínu lífi. Það hefur t.a.m. lengi verið hefð á mínu heimili að nota föstudags- og oft laugardagskvöld líka til að velja saman mynd og horfa á. Fyrsta kvikmyndaupplifun sem ég man eftir var þó sumsé ekkert merkileg. Ég man að ég var með pabba mínum í Reykjavík og hann fór með mig og systur mína að sjá “Meet the Robinsons” í bíó en það var í fyrsta skipti sem ég horfði á mynd í 3D sem mér fannst magnað.

Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Ég hugsa að það sem heillar mig mest við kvikmyndagerð er hve gott aðgengi er að henni. Það hefur aldrei verið einfaldara eða ódýrara að fá aðgengi að allskonar kvikmyndum. Þar að auki eru flestir í dag með ágætis upptökutæki í vasanum sínum og t.d. er ekki langt síðan mynd sem var tekin upp á iPhone 5s var sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni. 

Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?

Þegar ég var yngri langaði mig tvennt: að vinna í búð sem hét Vöruval og að verða leikkona. Ég er búin að vinna í Vöruval þannig ég fór bara í það næsta á tékklistanum. Ég hef líka frá því ég man eftir mér verið smituð af leiklistarveirunni og fór mikið í leikhús sem krakki. Enda ekki lengi að koma mér inn í Leikfélag Vestmannaeyja þar sem ég tók þátt í mörgum verkum að einu eða öðru leiti í átta ár.

Hvernig lítur svo framtíðin út?

Planið er að fara í frekara nám í Söngleikjaleik einhversstaðar í Bretlandi.

Eitthvað fleira að lokum?

Kvikmyndaskólinn er ein sú besta upplifun sem ég hef átt og tek mikið af góðum minningum með þegar ég útskrifast. Tími minn í Kvikmyndaskólanum hefur kennt mér mikið, ekki bara um leiklist heldur einnig um sjálfa mig. Mig langar að þakka sérstaklega kennurum og starfsfólki skólans sem eru oftast til taks þegar maður þarf á því að halda. Mig langar einnig að þakka nemendum skólans fyrir þá frábæru menningu sem þau hafa skapað innan skólans, hlýjan sem mætir manni þegar maður kemur í skólann er ólýsanleg.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search