Þekkingarsetrið að gera góða hluti

Tígull heyrði í Hrafni Sævaldssyni og sagði hann okkur smá frá:

Við í Þekkingarsetri Vestmannaeyja höfum, frá því við fluttum í nýtt og glæsilegt húsnæði í upphafi árs 2018, staðið fyrir hádegiserindum um sjávarútveg einu sinni í mánuði. Ég fékk ábendingu í gær frá góðum vin um að þetta mætti vera sýnilegra. Það er alveg rétt, enda má alltaf gera betur. Það er fullt af aðilum þarna úti sem hafa áhuga á spennandi málefnum tengdum sjávarútvegi. Nú þegar erum við búin að halda 15 erindi. Það verður spennandi erindi í nóvember um umhverfismál tengd sjávarútvegi.

Við reynum að nálgast umræðuefnin frá nýjum hliðum. Mikilvægt er að fá eitthvað nýtt fram og að fólk taki með sér nýja þekkingu af erindinu, eða ný sambönd.

Við erum með takmarkandi húsnæði og fjármuni til að halda þetta og höfum því boðið sérstaklega rúmlega 100 aðilum í sjávarútvegi í Eyjum til að taka þátt í þessu. Áhugasamir aðilar sem ekki fá boð geta skoðað öll erindin á heimasíðu Þekkingarsetursins hér að neðan. Þannig viljum við leyfa fleirum að njóta. Þar er myndband, myndir, glærur og frétt af erindinu. Við reynum að birta þetta strax eftir erindin.

Það hefur gengið ótrúlega vel að fá aðila til að segja frá einhverju áhugaverðu og skemmtilegu sem er að gerast tengt sjávarútvegi, bæði aðilar úr Eyjum, af fastalandinu (Norðurey) og aðila frá útlöndum. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Það vantar aldrei áhugaverð málefni til að tala um og aðilar hafa sett sig í samband við okkur og vilja koma til að halda erindi. Það hafa margir lagt hönd á plóginn til að láta þetta ganga upp og gera vettvanginn virkan og sýnilegan.

60 manns hafa verið að mæta þegar mest er og gríðarlega jákvæð viðbrögð. Að meðaltali eru að mæta í kringum 40

Við opnum húsið kl. 11:45. Fólk hefur verið að mæta þá og átt gott spjall fram að erindi (sem er hluti af markmiðinu). Við bjóðum að jafnaði upp á léttan hádegisverð sem fólk getur gætt sér á fyrir erindið og meðan á því stendur. Stundum hafa fyrirtækin/aðilarnir sem halda erindin boðið upp á veitingar og þá jafnvel kynnt í leiðinni matvæli sem þau framleiða.

Erindið sjálft stendur yfir frá kl. 12 – 13. Við stoppum (no matter what) stundvíslega kl. 13:00 svo fólk komist í vinnu. Gestir og ekki síst atvinnurekendur kunna að meta það. Þetta er óformlegt og fyrst og fremst hugsað til að hrista fólk saman, efla tengslanetið og fræðast um eitthvað áhugavert sem er að gerast í sjávarútveginum. Erindið sjálft er kannski 40 mín. +/- ………..fer allt eftir spjalli og spurningum í kringum þetta.

Við höfum hvatt aðila sem hafa haldið erindi að bjóða upp á samtal í kringum fundina, fyrir og eftir og hefur það verið vel nýtt. Stór verkefni og viðskipti hafa sprottið upp úr þessu.

Þetta er mjög óformlegt og við höfum boðið fólki að spyrja meðan á erindi stendur og þannig leyft fólki að taka þátt og tengja betur – fólk hikar ekki við að spyrja. Við leggjum upp úr því að spurningar séu hnitmiðaðar og málefnalegar.

Okkur finnst útkoman úr þessu hafa verið mjög jákvæð fyrir alla hluteigandi og finnum fyrir miklum áhuga. Höldum umræðu um sjávarútveg á lofti, það er svo gríðarlega margt spennandi og jákvætt í gangi sem má alltaf gera betri skil í umræðunni segir Hrafn.

Hægt er að sjá öll hádegiserindi inn á síðu Þekkingastursins hér: setur.is

Hrafn Sævaldsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search