Þegar fjallið er orðið ókleift er óhætt að hætta að klifra

Sveinn Waage skrifaði bréf til Ingó á facebooksíðu sinni í dag og biður hann að stoppa við og íhuga næstu skref vandlega

Kæri Ingó
Jæja. Hvar á maður að byrja? Jú, þessi orð eru skrifuð af fullum heilindum og kærleik, eftir talsverða umhugsun. Af hverju hér á Facebook? Jú, til að fá vonandi fleiri til ráða þér um heilt og skapa uppbyggjandi umræðu, ekki veitir af.
Ég var einn af þeim sem var ekki viss í byrjun hvert þetta mál var að fara. Ég á góða vini í „bransanum“ en hef líka upplifað óregluna og stjórnleysið sem var oft umliggjandi skemmtanalífið og ballbransann. Óregla og stjórnleysi leiðir oft af sér vafasama, ranga og stundum hreinlega ólöglega hegðun. Þarna er freistandi að benda á stemmingu og tíðaranda en á endanum er sá sem gerir, hann er ábyrgur. Alltaf.
Ef þetta mál allt væri ekki mismunandi grátt í báða enda væri þetta ekki svona mikið mál í fréttum. Þú færð sannarlega stuðning frá réttlætisriddurum gegn „dómstóli götunnar“ Hafa þau e-ð til síns máls? Auðvitað. En ég hugsa að meirihlutinn af því fólki, þótt það kannski meini vel, vilji eða nenni ekki að kynna sér málin betur, soldið eins og með orkupakka
3. „Prinsipp mál“ er oft samnefnari með rörsýn.
Ég held aftur á móti að ein aðal ástæðan fyrir að fólk vill bakka þig upp í þessu máli, sé einfaldlega að þú ert frábær í því sem þú gerir. Ég hef orðið vitni sem veislustjóri, gestur og sitjandi í brekkunni að sem performer ertu einfaldlega meiriháttar. Hef reyndar sagt fullum fetum að þú náðir brekkusöngnum í nýjar hæðir með því að sameina 3-4 kynslóðir í söng, allt frá „Maríu Maríu“ yfir í nýjasta nýtt. Þú settir standard sem verður ekki auðvelt fylgja eftir. Sveitungi þinn á verk fyrir höndum.
En að málinu aftur. Það er ekki svart og hvítt, allir sammála þar. Getum við verið sammála um það líka að þegar plús 30 aðilar segja frá hegðun eins aðila þá sé eitthvað í gangi? Þegar bætast við einn fleiri vitni, undir nafni, þá sé það nokkuð ljóst að eitthvað er til í þessum ásökunum. Að minnsta kosti eitthvað?
Og hvað gerum við þá? Vá hvað ég skil, skeflinguna að missa orðsporið og allar tekjurnar, sér í lagi eftir covid. Ég get samt ekki sett mig í þín spor, en þetta hlítur að vera djöfullegt. Og í vanlíðan er engin leið að hugsa málin skýrt. Líklega mjög erfitt líka að setja sig í spor meintra þolenda líka. Hvað vill þetta fólk? Drepa mig? Nei, ég held ekki.
Nú ætla ég að reyna að passa alhæfingar og er alls ekki að tala fyrir hönd annarra. Nú er ég að taka saman, það sem ég hef kynnt mér og upplifað sjálfur. Þolendur vilja viðurkenningu. Afsökunarbeðni og refsing er ekki endilega efst á blaði. Enginn getur svo dæmt um það, aðrir en við sjálf, hvernig við upplifum okkur sem þolendur. Við erum misjöfn. Og bara við vitum hvernig okkur líður, hvar okkur finnur til. Enginn annar. Það sem kann að vera einhver „leiðindi á djamminu“ fyrir e-rn, getur annar upplifað sem árás og ofbeldi. Í sama atburðinum.
Ég var í Lögreglunni í VE í tvö sumur, rétt liðlega tvítugur, og tala stundum um þann tíma sem sumrin sem ég fullorðnaðist, ekki endilega til góðs. Ég ætla að leifa mér að halda því fram að heimsins bestu leikhæfileikar dugi ekki til að fela tilfinningar í slysum og áföllum. Að upplifa konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og síðan tapað málinu og/eða ekki kært vegna þess að þeim var ekki trúað var sértaklega erfitt að kyngja.
Svo þetta með vakningu eins og Metoo. Í þeirri fyrstu upplifði ég sjálfur og náði loks að skila skömminni vegna atburðsr sem gerðist í Þórsmörk þegar ég var 16. ára. Bráðþroska barn með „allt á hreinu“ að ég hélt. Ég var króaður af inn í tjaldi, náði að sparka mér leið út og afgreiddi þetta á methraða sem „djös rugl maður“og drakk meira. Horfði samt ekki framan í viðkomandi aftur. Aðeins ég veit hvernig mér leið. Kom mér í hug að kæra, nei. Kom mér í hug að segja öðrum í hópnum, nei. Verða að athlægi? Nei takk. Var þessu troðið eins djúft og hægt er í óminnis- og afneitunar-kjallarann? Ó,já! Vil ég refsa viðkomandi? Nei. Hata ég viðkomandi? Nei. Væri ég til í að þessi manneskja viðurkenndi hvað hún gerði og reyndi að gera? Hugsanlega já, en ég veit samt ekki hvort viðkomandi man eða áttar sig. Ég man. Langar mig í Þórsmörk? Nei.
Hvað er ég að reyna að segja Ingó? Jú. Þegar fjallið er orðið ókleift er óhætt að hætta að klifra. Þú ert ekki maðurinn sem getur dæmt um hvort og/eða hvernig þú braust á þessum stelpum, eða ekki. Það er ekki þitt, það er þeirra. Þú hefur augljóslega sært fólk og það stendur, hvað þú gerir núna skiptir öllu máli. Hættum núna og tölum saman. Leitum inn á við, og gerum þetta allt upp af auðmýkt og vinnum í okkar málum. Þú ert ungur maður með fullt af hæfileikum og framtíðin er þín ef þú tekur réttu skrefin núna. Það er eina leiðin áfram Ingó minn.
Bestu kveður,
Svenni Waage
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is