The Puffin Run er á morgun – reglur – myndand frá 42,2 km puffin

The Puffin Run 2021 fer fram á morgun laugardag og verður ræst kl.12:15

Gerðar haf verið breytingar á dagskrá til að bregðast við aðstæðum. Ræst er á nýjum stað og  meiri tími fer í ræsingu. með von um skilning og samstöðu um að gera þetta skemmtilegan dag.

Hér kemur dagskrá og reglurnar:

Keppnissvæðið, þ.m.t. Nausthamarsbryggja (rásmark) og Skansinn (marksvæði), er eingöngu fyrir keppendur og lokað óviðkomandi.

Allir keppendur skulu mæta við punkt 1 (við A sæðið ) samkvæmt rástímum hér að neðan. Stjórnandi beinir þeim í biðhólf A, síðan í biðhólf B og loks í hólf C sem er rásmark.

Fara skal í einu og öllu eftir fyrirmælum stjórnanda.

Keppendur mæti án fylgdarmanna.

Allir keppendur skulu vera með grímu við mætingu og hafa hana fram að ræsingu.

Ávallt skal virða fjarlægðarmörk.


Kl. 12:00 Hópur 1. Keppendur nr. 1001-1050
Kl. 12:10 Hópur 2. Keppendur nr. 1051-100
Kl. 12:20 Hópur 3. Keppendur nr. 1101-1150
Kl. 12:30 Hópur 4. Keppendur nr. 1151-1200
Kl. 12:40 Hópur 5. Keppendur nr. 1201-1250
Kl. 12:50 Hópur 6. Keppendur nr. 1251-1300
Kl. 13:00 Hópur 7. Keppendur nr. 1301-1350
Autt hólf – hlé á ræsingu
Kl. 13:20 Hópur 8. Keppendur nr. 1351-1400
Kl. 13:30 Hópur 9. Keppendur nr. 1401-1450
Kl. 13:40 Hópur 10. Keppendur nr. 1451-1500
Kl. 13:50 Hópur 11. Keppendur nr. 1501-1550
Kl. 14:00 Hópur 12. Keppendur nr. 1551-1600
Autt hólf – hlé á ræsingu
Kl. 14:20 Hópur 13. Keppendur nr. 1601-1650
Kl. 14:30 Hópur 14. Keppendur nr. 1651-1700
Kl. 14:40 Hópur 15. Keppendur nr. 2001-Tvímenning
Kl. 14:50 Hópur 16. Keppendur nr. 4001-Boðhlaup
Kl.12:15 hefst ræsing á Nausthamarsbryggju.

Hópar verða ræstir með 10 mín millibili með tveimur lengri hléum til að jafna umferð um brautina.

Átta keppendur ræstir í einu úr hverjum hópi með 10 sek millibili.
Þegar keppendur koma í mark á Skansinum skulu þeir ganga rakleitt áfram, upp tröppurnar og yfirgefa keppnissvæðið á sem skemmstum tíma.

Keppendur skulu vera með grímu fram að ræsingu og virða fjarlægðarmörk
Einnig skulu keppendur vera með grímu eftir að komið er í mark.

Hér er frábært myndband sem Sighvatur Jónsson tók og setti saman eftir að hann hafi fyglt hlaupurum um þar síðustu helgi haupa 42,2 km ( rúmlega tvo Puffin run hringi )

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search