Á morgun, laugardaginn 18. september munu náttúruvísindamennirnir Nicholai Xuereb og Rodrigo A. Martinez Catalan fjalla um hið fjölbreytta dýralíf allt í kringum Vestmannaeyjar. Erindi þeirra verða haldin í Einarsstofu í Safnahús og hefst dagskráin kl. 13. Boðið verður upp á útdrátt af erindum þeirra til glöggvunar fyrir þá er það vilja. Ástæða er til að hvetja sem flesta til að koma þar sem Nicholai og Rodrigo hafa kannað ferðir dýraflórunnar við Vestmannaeyjar undanfarin ár og mun margt eiga eftir að koma verulega á óvart.
Í lok erinda þeirra verður jafnframt opnuð tvískipt ljósmyndasýning eftir þá félaga, annars vegar þröngt úrval útprentaðra mynda sem hanga uppi við og hins vegar stærri sýning rúllandi mynda í sjónvarpi.
Allir hjartanlega velkomnir.