- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Þarf bæjarstjórinn að „koma til Eyja“?

Nú er um það bil að ljúka frekar kyrrlátri og kurteislegri kosningabaráttu hér í Eyjum – a.m.k. af hálfu
frambjóðendanna sjálfra. Við skulum vona að það haldist allt til enda. Það er miklu uppbyggilegra og
skemmtilegra að ræða um ögranir og úrlausnarefni okkar Eyjamanna á málefnalegan hátt – en með
persónulegu skítkasti.

Það er í rauninni aðeins eitt í þessari kosningabaráttu sem veldur verulegum heilabrotum. Það eru
svör D-listafólks þegar spurt er um bæjarstjóraefnið þeirra. Í dag birtist grein um málið frá öllum
frambjóðendum D-listans – og ég var eiginlega engu nær. Ekki einu sinni um það hvort starfið yrði
auglýst.

Og þetta sagði oddviti D-listans um málið á opnum framboðsfundi í Eldheimum á
miðvikudagskvöldið:
„Við ætlum að velja okkur bæjarstjóra, við teljum að þegar og ef við verðum í meirihluta þá mun
fjöldinn allur af hæfileikaríku fólki láta okkur vita að það sé tilbúið að koma til Eyja ef að við mundum
getað hugsað okkur að ráða það sem bæjarstjóra“.

Hérna virðist þó a.m.k. liggja fyrir að nýr bæjarstjóri á vegum D-listans myndi „koma til Eyja“. Hann sé
ekki hér fyrir. Ekki veit ég af hverju þarf endilega að sækja hann upp á land – en það hljóta að vera
einhverjar skýringar á því.

Ég tel sjálfur afar mikilvægt fyrir kjósendur að vita hvert sé bæjarstjóraefni þeirra framboða sem valið
stendur um. Lágmark er að vita HVERNIG bæjarstjórinn yrði valinn; t.d. að undangenginni auglýsingu
eða með öðrum hætti.

Og til að taka af öll tvímæli: Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóraefni H-listans. Og hún þarf ekki að „koma
til Eyja“. Hún er hér.

Við vitum vel hvað við höfum – en vitum EKKERT hvað við fáum.

Kjósum H-listann – Betri Eyjar fyrir alla!
Páll Magnússon, oddviti Fyrir Heimaey

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is