Þriðjudagur 26. september 2023

Þar sem við fáum að njóta okkar

Svanhildur Eiríksdóttir

“ Tilgangurinn minn með þessu kommenti er í raun ekki til þess að auglýsa tónleikana, heldur til þess að vekja athygli á því hversu gríðarstórt batterí er að setja upp svona tónleika og meðal annars umbreyta íþróttahúsinu í risastóran tónleikasal þar sem er leigt út risa ljósa- og hljóðbúnað – sett upp stórt svið og svo margt fleira sem gerist bakvið tjöldin. Ég vona svo innilega að fólk kaupi sér miða, mæti og styðji listafólk úr Eyjum þegar það tekur vinnuna á sig við að setja upp svona stóra og flotta tónleika við þetta magnaða tilefni.
Ég meina – hver man ekki eftir Fjallabræður og Lúðró í íþróttahúsinu fyrir 10 árum? Það var STURLAÐ! Troðfullt út fyrir dyr!
Þessir tónleikar verða engu síðri. Ég lofa!”

PISTILL – vegna fjölda áskoranna ❤️
Í gær birtist umræða á lokaðri Facebook grúbbu sem samanstendur af Kvenfólki i Eyjum þar sem umræðuefnið var dagskrá Goslokahátíðarinnar.
Ég og Lúðrasveitin mín ásamt heilum helling af tónlistarfólki frá Eyjum erum að sjá fyrir stórglæsilegum tónleikum á föstudeginum i tilefni 50 ára Goslokaafmæli Vestmannaeyjabæjar.
Mér finnst umræðan í bænum hingað til varðandi tónleikana ekki vera nægilega jákvæða og gat ekki setið lengur á mér varðandi það að tjá mig örlítið um málið. Ég leyfi því að fylgja þeirri athugasemd sem ég skrifaði við statusinn.
Mín ósk er sú að Vestmannaeyjingar taki örlítið við sér og njóti góðs af þeirri brjáluðu vinnu sem við, listamenn i Eyjum erum búin að vera að leggja á okkur síðan i Janúar við undirbúning þessara tónleika og kaupi sér miða á þá, dansi, syngi og njóti Goslokanna með okkur 🎉

Ég leyfi hér einnig að fylgja myndbandi frá mínu uppáhalds mómenti á mínum Lúðrasveitaferli, en það er akkúrat tónleikarnir sem voru haldnir með Fjallabræðrum á 40 ára Goslokaafmæli Vestmannaeyjabæjar – fyrir 10 árum síðan.
Vonandi munið þið eftir þeim tónleikum með jafn mikilli ást og vellíðan í hjartanu eins og ég geri❤️
Tónleikarnir í ár verða engu síðri!

Kommentið mitt:
Ég er alveg sammála þessari umræðu hjá ykkur og finnst hún nauðsynleg! Meira lagt í 40 og 45 ára afmælishátíðina hér um àrin heldur en núna.
Ég vil þó nota tækifærið til þess að vekja athygli á og hefja smá umræðu um tónleikana hjá Lúðrasveitinni sem verður á föstudagskvöldinu á Goslokunum.
Ég hef heyrt að umræðan í bænum sé á þann veginn að þetta séu dýrir tónleikar og að fólk sé efins að fara vegna þess. Mig langar þó að benda á að tónleikar af sömu stærð í Rvk (eða jafnvel minni) með einum listamanni (í stað fjölmargra hjá okkur) kostar álíka mikið ef ekki meira en það sem kostar á “tónleikana okkar”.
Þar er verið að sýna í tilbúnu tónlistarhúsi líkt og Hörpunni eða Háskólabíó og svo framvegis – en við erum að setja saman heilt tónlistarhús fyrir eitt kvöld!
Við erum með marga flotta listamenn með okkur og erum gífurlega mörg úr Eyjum sem erum búin að leggja mjög mikla vinnu og undirbúning í þessa flottu tónleika og væri algjör synd ef Vestmannaeyjingar láta þá framhjá sér fara.
Eyjafólk er allt í öllu á allra helstu stöðum – við erum með frábæra hljómsveitarmeðlimi (Biggi Nielsen, Gísli Stefáns, Sæþór Vídó, Þórir Rúnar Geirsson (Dúni), Þórir Ólafsson og Páll Viðar Kristinsson) sem eru partur af því allra besta sem Eyjan hefur upp á að bjóða.
Við í lúðrasveitinni erum búin að vera að æfa stíft síðan í Janúar (!!) og ég tala nú ekki um kóranna okkar. Karla-kvenna og kirkjukórinn sem ætla að sameina krafta sína og búa til svaka dýnamík og gæsahúð með lúðrasveitinni.
Margir frábærir Eyjamenn verða síðan líka fremst í flokki eins og Sæþór Vídó, Una og Sara og Unnar Gísli (Júníus Meyvant) og eru þau öll sjúklega miklir talentar eins og þið vitið. Nokkur stór nöfn stíga á stokk með okkur, Jónsi í svörtum fötum, Helgi Björns og Sigga Guðna en þau verða með okkur til þess að rífa stemminguna í gang og flytja sína slagara og annarra.
Tilgangurinn minn með þessu kommenti er í raun ekki til þess að auglýsa tónleikana, heldur til þess að vekja athygli á því hversu gríðarstórt batterí er að setja upp svona tónleika og meðal annars umbreyta íþróttahúsinu í risastóran tónleikasal þar sem er leigt út risa ljósa- og hljóðbúnað – sett upp stórt svið og svo margt fleira sem gerist bakvið tjöldin. Ég vona svo innilega að fólk kaupi sér miða, mæti og styðji listafólk úr Eyjum þegar það tekur vinnuna á sig við að setja upp svona stóra og flotta tónleika við þetta magnaða tilefni.
Ég meina – hver man ekki eftir Fjallabræður og Lúðró í íþróttahúsinu fyrir 10 árum? Það var STURLAÐ! Troðfullt út fyrir dyr!
Þessir tónleikar verða engu síðri. Ég lofa!

Oft er umtalið í bænum að “Eyjafólkið” fái ekki nógu oft að láta ljós sitt skína, og “við eigum svo mikið af flottu listafólki, afhverju það sé ekki nýtt þeirra krafta”
– en það eru akkúrat ÞESSIR tónleikar þar sem VIÐ fáum að láta ljós okkar skína og vonandi sjáum við sem flesta tónleikagesti þar með okkur.

Ást og umhyggja
Svanhildur Eiríksdóttir
– Sú sem elskar listir og menningu okkar Vestmannaeyjinga, stoltur meðlimur Lúðrasveitarinnar auk Leikfélags Vestmannaeyja.
Miðasala :
https://www.midix.is/is//eid/76/group/1

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is