Þakk­læti og virðing í stað sorg­ar

Tutt­ugu ár verða á föstu­dag liðin frá einu mann­skæðasta slysi ís­lenskr­ar flug­sögu. Þann 7. ág­úst árið 2000 hrapaði flug­vél á leið frá Vest­manna­eyj­um til Reykja­vík­ur með þeim af­leiðing­um að all­ir fimm farþegar lét­ust ásamt flug­manni vél­ar­inn­ar. Farþegar vél­ar­inn­ar voru ung­menni á heim­leið úr Vest­manna­eyj­um eft­ir gleðskap á Þjóðhátíð í Eyj­um.

Hald­in verður virðing­ar­at­höfn á föstu­dag í Skerjaf­irði við minn­is­varða sem reist­ur var til minn­ing­ar um slysið. At­höfn­in byrj­ar kl 18:00 og stend­ur í um klukku­stund.

Minn­ing­in líður aldrei úr minni

Heiðar Aust­mann út­varps­maður stend­ur fyr­ir at­höfn­inni en vin­ur hans og upp­eld­is­bróðir fórst í slys­inu. Hann seg­ir í sam­tali við mbl.is að minn­ing vin­ar síns líði sér aldrei úr minni. Það sama seg­ir hann að gildi um alla aðra sem misstu ná­komna í slys­inu. Ástvin­ir allra þeirra sem lét­ust tóku vel í  þá hug­mynd að halda virðing­ar­at­höfn að sögn Heiðars þótt erfitt sé fyr­ir marga að rifja upp at­b­urði 7. ág­úst fyr­ir tutt­ugu árum. Heiðar seg­ir til­gang­inn með at­höfn­inni á föstu­dag vera að gleyma sorg­inni og láta þakk­lætið og virðing­una taka við. „Mig lang­ar að fólk komi sam­an og finni það sam­an að all­ir þeir sem lét­ust, ást­vin­ir okk­ar allra, séu ennþá með okk­ur bæði í hug­um og hjört­um.“ seg­ir Heiðar.

Slysið varð vegna þess að flugt­urn til­kynnti vél­inni sem fórst, þegar hún ætlaði að koma til lend­ing­ar á Reykja­vík­ur­flug­velli, að önn­ur flug­vél væri á flug­braut­inni. Við þessi tíðindi tek­ur vél­in aft­ur á loft en brot­lend­ir skömmu síðar í Skerjaf­irði með þeim af­leiðing­um að einn lést sam­stund­is. Aðrir farþegar voru flutt­ir ásamt flug­manni á sjúkra­hús þar sem tveir lét­ust. Tveir til viðbót­ar lét­ust síðan inn­an árs eft­ir að hafa legið þungt haldn­ir á sjúkra­húsi. 

Sam­kvæmt skýrslu rann­sókna­nefnd­ar flug­slysa missti ann­ar hreyf­ill vél­ar­inn­ar afl þegar hún tók á loft að nýju með þeim af­leiðing­um að vél­in hrapaði.

All­ir vel­komn­ir

Líkt og áður seg­ir mun at­höfn­in fara fram næsta föstu­dag við minn­is­varðann um slysið sem staðsett­ur er í Skerjaf­irði. Heiðar seg­ir alla þá sem með ein­hverj­um hætti finn­ast þeir tengj­ast slys­inu eða þeim sem lét­ust vera vel­komn­ir.

Guðni Már Harðar­son, prest­ur í Linda­sókn í Kópa­vogi, mun leiða at­hafn­ar­gesti í bæn og segja nokk­ur orð. Sömu­leiðis verður lag Kristjáns Kristjáns­son­ar Engl­ar him­ins grétu í dag spilað, en texti lags­ins fjall­ar um slysið.

Heiðar seg­ir at­höfn­ina vera haldna í sam­vinnu við al­manna­varn­ir rík­is­lög­reglu­stjóra og er fólk beðið um að huga að eig­in sótt­vörn­um svo njóta megi stund­ar­inn­ar sem best.

Fréttin var tekin af vef mbl.is

Áhuga­söm­um er bent á fés­bók­arviðburð sem gerður var fyr­ir at­höfn­ina en hann má finna hér.

Forsíðumynd: Minn­is­varði var reist­ur um slysið í Skerjaf­irði 7. ág­úst 2005, en þá voru fimm ár liðin frá slys­inu mynd/​vís­ir.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is