Ófært var til Landeyjahafnar í morgun vegna veðurs og sjólags, því sigldi Herjólfur til Þorlákshafnar, sagði í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Rétt fyrir klukkan 7 í morgun.
Herjólfur siglir a.m.k fyrri part dags til Þorlákshafnar og er brottför frá Þorlákshöfn kl: 10:45.
Farþegar sem eiga bókað í aðrar ferðir (08:15, 09:30, 12:00, 13:15) þurfa að hafa samband við afgreiðslu í síma 481 2800 og láta færa sig í aðrar lausar ferðir eða fá endurgreitt þar sem þeirra ferð fellur niður.
Þeir farþegar sem eiga bíla í Landeyjahöfn þurfa að láta vita af sér í afgreiðslunni í Eyjum fyrir brottför svo hægt sé að gera ráðstafanir um far milli hafna.