Núverandi og fyrrverandi nemendur komu að afmælisdagskránni.
Helga Kristín Kolbeinsdóttir skólameistari heiðraði Baldvin Kristjánsson, en Baldvin hefur starfað við skólann öll 40 árin. Það var hann Daníel Scheving Pálsson, formaður nemendafélagsins sem kynnti dagskrána sem var hin skemmtilegasta.
Að dagskrá lokinni var skólinn til sýnis auk þess sem boðið var uppá veitingar.
Tígull mætti á svæðið og tók nokrar myndir.