08.03.2020
Í Sagnheimum var flottur fyrirlestur sem Baldvins Harðarsonar hélt í gær þar sem hann lýsir grindhvaladrápi í Vestmannaeyjum og venjum og hefðum í kringum þær.
Af því tilefni er full ástæða til að rifja upp þegar grindhvalavala var rekin inn í höfnina í Vestmannaeyjum 1958 með myndum sem Sigurgeir Jónasson tók.
„Sá óvenjulegi atburður gerðist í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, að þar var rekin á land stór marsvínatorfa,“ segir í frétt í Tímanum 6. ágúst 1958.
Flott mæting var í gær eins og sjá á þessum myndum.