Miðvikudagur 17. júlí 2024

Það sem ég sé – Hólmfríður Ólafsdóttir

Hólmfríður Ólafsdóttir verður með myndlistarsýningu á goslokunum en hún hefur komið undanfarin ár á goslokin og verið með sýningu. Sýningin hennar “Það sem ég sé” verður í „Hrútakofanum“ við Græðisbraut. Í portinu við endann á Skvísusundi. Einkasýningin hennar í Hrútakofanum opnar föstudaginn 5. Júlí klukkan 15:00. Einnig er hún með nokkrar myndir í Gallerý Skúrinn hjá Jóný sem verður opinn alla daga Goslokana.

 

Hólmfríður er gift Eyjamanninum Guðmundi Elíassyni, syni Adda Bald og Höllu. Saman eiga þau 3 uppkomin börn og hún 4 uppkomin stjúpbörn, 3 stjúp barnabörn. Þau búa í Mosfellsbænum en hún starfar sem Djákni í Fossvogsprestakalli í Reykjavík og er menntuð Guðfræðingur/Djákni og klæðskeri. Hún er einnig með myndlistamenntun frá Myndlistaskóla Kópavogs, kvöldnámskeið 2015- 2019.

Hvað getur þú sagt okkur um sýninguna? 

Verkin eru flest máluð á þessu ári og er af ýmsu sem ber fyrir augun bæði í Eyjum og annarsstaðar.

Hvað veitti þér innblástur? 

Náttúran og bjartir litir, fæ alltaf mikinn kraft frá Eyjunum.

Hvenær byrjaðiru að teikna/mála/taka ljósmyndir? Ég byrjaði að teikna og mál þegar að ég var stelpa og ætlaði að vera málari þegar að ég yrði stór, svo tók lífið við og leiddi mig á ýmsar slóðir. Ég hóf svo að mál eitthvað fyrir alvöru 2015 og hef verið óstöðvandi síðan.

Hvað ertu búin að vera lengi að undirbúa fyrir sýninguna? Síðustu mánuði.

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? 

Ég vil þakka Lista og menningarfélagi Vestamannaeyja fyrir þeirra frábæra starf og hvað gaman er að vera í svona félagi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search