13.03.2020 kl 13:35
Samkvæmt upplýsingum okkar þá mun koma tilkynning frá Vestmannaeyjabæ og gunnskólanum seinna í dag.
Tígull mun setja hana inn hér um leið og mun einnig gera sitt besta í að fylgjast með öllum þeim upplýsingum sem þarf að koma til almennings.
Ef þið hafið eitthvað sem þið viljið koma á framfæri til almennings þá er ykkur velkomið að senda á tigull@tigull.is og við komum því áfram.
Kveðja Kata Laufey og Lind
ps. verum dugleg að sápuþvo hendur og spritta, það yrði dáldið magnað ef við gætum verið bærinn sem slapp við smit, við erum mikið keppnisfólk upp til hópa svo við höfum fulla trú á okkur.
Það er hann Gudmundur Arnar Alfredsson sem tók þessa fallegu mynd