Ísfélagið

Það eru flottir karakterar hjá okkur sem gera lífið skemmtilegt

Davíð Þór Óskarsson starfar sem verkstjóri hjá Ísfélaginu og hefur gert síðan um mitt ár 2017. „Ég byrjaði nú fyrst að vinna sem unglingur með skóla hjá Ísfélaginu. Svo kom ég aftur í ágúst 2017. Þar áður var ég hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum í 12 ár.“

Davíð Þór er fertugur og fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Giftur Birnu Vidó Þórsdóttur og eigum þau börnin Hreggvið Jens og Baltasar Þór.

„Starf mitt sem verkstjóri er nokkuð margþætt. Meginhlutverkið er að sjá um útskipanir fyrir frystihúsið. Þær geta verið frá einum kassa og allt að þúsund brettum. Svo er ég í miklum samskiptum við starfsfólk frystihússins, sem felst í að skrá nýtt fólk inn í kerfið og skrá vinnutíma þess. Svo þarf að taka á þeim verkefnum sem koma upp hverju sinni,“ sagði Davíð aðspurður um hvað felst í starfinu. „Hjá okkur er unnið frá klukkan 7-15, þegar við erum í bolfiskvinnslu og við uppsjávarvinnsluna er unnið á 12 tíma vöktum. Hjá mér byrjar dagurinn yfirleitt á að fara yfir skráningu starfsmanna frá því deginum áður og finna út bónus. Svo þarf að finna til vörur sem hafa verið pantaðar hjá okkur og passa upp á skráningu þannig að allt fari á réttann stað. Svo enda dagurinn yfirleitt á að skrá framleiðslu dagsins í kerfið okkar.“*

  Davíð segir samt enga tvo daga vera eins sem er eitt það skemmtilegasta við starfið. „Fjölbreytileikinn við starfið er það sem gerir það skemmtilegt. Það og þeir fjölmörku flottu karakterar sem starfa hjá okkur.“

Um sextíu manns starfa í frystihúsi Ísfélagsins í Eyjum en þar að auki hefur félagið verið með starfsemi á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search