Laugardagur 24. september 2022

Það er komin hefð fyrir Sumarlestri á Bókasafni Vestmannaeyja

Í ár hefst sumarlesturinn 1. júní en það er hægt að skrá sig í allt sumar

Tilgangurinn með sumarlestrinum er að hvetja krakka til að lesa og að þau viti að bókasöfn eru bara rosa skemmtilegir staðir.

Í ár er þemað tröll og kynjaverur úr íslenskum þjóðsögum. Búið er að skreyta barna- og unglingadeildina í takt við það og skuggamyndir af furðudýrum skreyta veggina.

Aðalpersónan er samt tröllastrákurinn Þorsteinn Glúmur sem er um 2.20 m á hæð, en hann langar svo mikið til að læra að lesa.
Allir krakkar á skólaaldri fá afhentan lestrarhest í skólanum sem má nýta í sumarlestur Bókasafnsins. Einnig má nálgast lestrarhest á Bókasafninu. Öllum krökkum í Eyjum er boðið að taka þátt og það kostar ekkert!

Til að taka þátt í sumarlestrinum þarf að mæta á safnið, skrá sig og taka bók. Þegar bókinni er skilað fyllir lesandinn út miða og límir á „Lagarfljótsorminn“ sem verður búinn til framan á afgreiðsluborðið á safninu. Þegar það er búið má taka aðra bók og svona gengur það út sumarið. Í lok hvers mánaðar munum við draga vinningshafa úr útfylltum miðum.

Síðustu ár höfum við haldið upp á lok sumarlestursins með skemmtilegri uppskeruhátíð. Við stefnum að því að bjóða til tröllagleði í kringum skólabyrjun ef að covid leyfir. Það verður nánar auglýst þegar nær dregur.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar á Bókasafninu!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is