Birgir Stefánsson

Það er auðveldara að eyða peningunum en afla þeirra!

Heimspekin í Nýju Lífi á vel við núna sem endra nær

Til þess að veita framúrskarandi þjónustu við nýsköpun, eldri borgara, barnafjölskyldur og íþrótta- og tómstundastarf þá er lykilatriði að sveitarfélagið búi yfir sterkum samfélagssjóði sem gefur af sér jákvæða ávöxtun til komandi kynslóða. 

Í grein sem leiðtogar meirihlutans birtu nýlega um fjármála(ó)reiðu bæjarins staðfesta þau tölur um sult og hrörnun mjólkurkýrinnar sem ég skrifaði um fyrr í vikunni. En nauðsynlegt reynist að útskýra málið á mannamáli. Verður gerð tilraun hér til þess.

Að skreyta sig með stolnum Herjólfsmiðum

 • Rekstrarsjóður Herjólfs á ekki að blandast við Hitaveitusjóðinn til að fegra stöðuna í augum lesandans, það er rangt.
 • Sjóðurinn er ætlaður fyrir fjárfrekan rekstur Herjólfs (sem H listinn var mótfallinn á sínum tíma) og er orðinn 335 milljónir en getur varla verið til réttlætingar á betri stöðu hitaveitusjóðsins þar sem hann er nauðsynlegur fyrir rekstrarkostnað skipsins og til að mæta áföllum.
 • Herjólfur er opinbert hlutafélag sem á ekki að blanda í rekstur sveitarfélagsins.

Þegar rýnt er í grein forystu H-listans þá er ekki annað hægt en að sjá að hún sé að staðfesta söguna um horuðu mjólkukúna

Sem dæmi um fjárfestingu sem þau bæta við eignastöðu Hitaveitusjóðsins er þessi glórulausa ofurfjárfesting í skrifstofuhúsnæði Ráðhússins (sem þau kalla innviði) sem er langt yfir markaðsvirði hússins:

 

 • Þau túlka þær 430 milljónir (hvað verður endanleg upphæð?) í ráðhúsið sem innviði og þar með hluta af hitaveitusjóðnum.
  • En hver verður endanleg upphæð þegar skrifstofan er loks tilbúin?
  • Er ekki bókhaldið opið? Var ekki gerð kostnaðaráætlun í upphafi? Á framboðs fundinum í gær kom fram hjá forystufólki E lista og H lista að þau voru ekki með kostnaðaráætlun á hreinu og bentu á framkvæmda- og hafnarráð. 
  • Fasteignamat á ráðhúsinu í dag er eingöngu 60 milljónir, er það réttlætanlegt að setja svona gríðarlega fjármuni, sem sér ekki fyrir endann á, í 630 fm skrifstofuhúsnæði, í stað þess að flytja í Fiskiðjuna.
  • Hvernig er hægt að réttlæta að eignfæra svona gríðarlegan kostnað á ráðhúsinu sem eign og bæta því við undir liðinn “handbært fé”.
  • Dæmi: Þú kaupir hús á 50 milljónir, veggjartítla reynist í því og það þarf að ráðast í gríðarlegan kostnað. Hefur verðmæti hússins aukist við þann kostnað?
 • Fölsun súlurits (neðri hluti hverrar súlu) blekkir lesandann og sýnir bara hvað þau hafa eytt á hverju ári í misviturlegar framkvæmdir.
  • Þau leggja saman stöðu Hitaveitusjóðsins og eignfærslu fastafjármuna ársins, allir bókhaldsþenkjandi menn og konur vita að slíkt gerir fjármálalæst fólk ekki. 
 • Aukning varð á tekjum Vestmannaeyjabæjar árin 2019-2021 
 • Skýring á ört lækkandi hitaveitusjóði liggur ekki í tekjumissi vegna loðnubrests eða covid faraldurs.

Birgir Stefánsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search