30.03.2020
TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var á flugi um helgina. Áhöfn hennar æfir reglulega ásamt því að sinna eftirlitsstörfum. Vélin flaug frá Bjargtöngum að Kötlutanga en þar hafa borist tilkynningar um olíublauta fugla á svæðinu á undanförnum mánuðum. Engin mengun var sjáanleg en stefnt er að því að fara í aðra ferð á næstunni.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa kannað staðbundin svæði vegna þessara tilkynninga sömuleiðis en engin orsök hefur fundist.
Í fluginu lenti TF-SIF tvívegis í Vestmannaeyjum.
Meðfylgjandi myndband sýnir aðflugið og lendinguna í fallegu veðri í Eyjum á laugardag.
https://www.facebook.com/377056962315810/videos/2907255639352240/