Þyrla Landhelgisgæslurnar TF-GRO var í ýmsum verkefnum við Eyjar í dag og ákveðið var að taka fyrstu þyrluæfingu í nýjum Herjólfi. Það eru reglulega teknar þyrluæfingar og þær eru ófáar sem hafa verið teknar á eldri Herjólfi. Þetta eru mjög gagnlegar æfingar og ómetanlegar. Þar sem skipið er nýtt er ekki komin nein reynsla á móttöku þyrlu, skipið er útbúið svokölluðum “Helepad” til að taka á móti þyrlu. Það svæði sem unnið var með í dag hentar hinsvegar umtalsvert betur hvað varðar flutning veikra- og slasaðra. Það var því sérstakur áhugi að prufa með það að leiðarljósi. Allt gekk vel og vert að nýta tækifærið að koma þökkum til þyrluáhafna Landhelgisgæslunar fyrir ómetanlegt starf og samvinnu segir Elís Jónsson fyrir hönd starfsfólks Herjólfs.
Tígull fékk leyfi hjá Elís til að birta þessar myndir og video frá æfingunni í dag.