Tengiliðaverkefni fyrir þá sem greinast með alzheimer/heilabilun og aðstandendur þeirra

18.02.2020

Í dag kynnti Sólrún Erla Gunnarsdóttir á Alzheimer kaffi í Kviku nýtt tilraunaverkefni sem er að fara af stað fyrir einstaklinga sem greinast með alzheimer/heilabilun og ekki hvað síst aðstandendur þeirra.  Verkefnið gengur út á það að fjölskyldan getur óskað eftir tengilið inn í fagteymi sem í starfar fagfólk frá Vestmannaeyjabæ og Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Í teyminu eru félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliði sem allir koma með einum eða öðrum hætti að þjónustu við einstaklinga með alzheimer/heilabilun.  

Hlutverk tengiliðs

Hlutverk tengiliðs er að vera eins konar fararstjóri í frumskógi kerfisins og aðstoða við úrlausn ýmissa mála s.s réttindamála, upplýsa um úrræði sem í boði eru, aðstoða við umsóknir og vera persónulegur stuðningur við fjölskylduna.  Markmið með því að bjóða upp á tengilið er að létta hluta af álaginu sem fylgir því að glíma við afleiðingar þessa erfiðu sjúkdóma. 

Aðstandendur upplifi sig týnda í kerfinu

Ástæðan fyrir stofnun fagteymis fyrir fjölskyldur þar sem einstaklingur greinist með alzheimer/heilabilun er að á síðustu misserum hafa aðstandendur komið fram með að þeir upplifi sig týnda í kerfinu og finnist vanta að samhæfa þjónustuna.  Það sé erfitt að þurfa að fara á marga staði til að fá úrlausn sinna mála. Með þessu tengiliðaverkefni er verið að koma til móts við það ákall og gera tilraun til að fækka þeim stöðum sem aðstandendur og einstaklingarnir sjálfir þurfa að fara á.   Aðstandendur hafa kallað eftir betra utanumhaldi og stuðningi en fæstir leita eftir úrræðum né þjónustu fyrr en í nauðirnar rekur.  

Svona gengur verkenfið fyrir sig

Verkefnið gengur þannig fyrir sig að hægt er að óska eftir tengilið á netfangið alzheimer@vestmannaeyjar.is , hjá heimahjúkrun HSU eða deildarstjóra í öldrunarmálum hjá Vestmannaeyjabæ.  Fagteymið fundar síðan einu sinni í mánuði, næst í byrjun mars og úthlutar tengilið til viðkomandi fjölskyldu, tengiliðurinn er svo í reglulegu sambandi við fjölskylduna. Þar sem enginn veit allt en allir vita eitthvað leitar svo tengiliðurinn upplýsinga hjá hinum í teyminu um það sem hann ekki veit til að þjónusta fjölskylduna sem best.  Allt þetta þarf þó að vinna samkvæmt sérstöku umboði.  

Tilraunaverkefni til eins árs

Sú spurning hefur komið upp af hverju eingöngu sé verið að fara af stað með tengiliðaverkefni sem þetta fyrir þá sem greinast með alzheimer/heilabilun en þar sem um tilraunaverkefni til eins árs er að ræða var ákveðið að byrja með að einskorða það við ákveðinn hóp. Ekki er útilokað að ef vel gengur og áframhald verði á, að skoðað sé hvort að fjölskyldur sem eru að glíma við aðra erfiða sjúkdóma geti sótt um tengilið í hliðstætt verkefni.  

Sólrún Erla Gunnarsdóttir – Deildarstjóri öldrunarmála.

Myndir frá fundinum í dag.


Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search