Föstudagur 23. febrúar 2024
Helgafell frá Hásteinsvelli Halldór Ben

Tekjur sveitarfélaga jukust meira árið 2020 en spár gerðu ráð fyrir

Tekjur sveitarfélaga landsins jukust meira en útkomuspár gerðu ráð fyrir samkvæmt greiningu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2020

Rekstrarkostnaður sveitarfélaga reyndist á hinn bóginn nokkuð hærri en áætlað var. Útlit er fyrir að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga verði nálægt áætlunum fyrir rekstrarárið 2021 miðað við gögn frá 49 sveitarfélögum. Gögnin sýna að rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna muni í heild versna um tæplega 1% miðað við spár.

Skatttekjur sveitarfélaga á árinu 2020 námu um 270 milljörðum kr. sem er um 4,1% aukning frá fyrra ári

Fjárhagsáætlanir fyrir árið 2020 gerðu ráð fyrir um 5,5% aukningu. Heildartekjur árið 2020 námu um 369 milljörðum kr. og vaxa einnig um 4,1%. ‚Útkomuspár sveitarfélaga um samdrátt í tekjum sveitarfélaga í samanburði við fjárhagsáætlun, m.a. vegna áhrifa faraldursins á efnahagslíf, hafa því ekki gengið eftir. Útkomuspáin gerði ráð fyrir um 0,7% aukningu heildartekna frá árinu 2019.

Laun og launtengd gjöld á árinu 2020 námu um 211 milljörðum kr. sem er um 11,8% aukning frá fyrra ári. Fjárhagsáætlanir fyrir árið 2020 gerðu ráð fyrir um 6,6% aukningu. Heildar rekstrarkostnaður á árinu 2020 var um 358 milljarðar kr. sem er um 10,6% aukning frá fyrra ári.

Nokkur aukning í launakostnaði fyrir árið 2020 í samanburði við fjárhagsáætlun er staðreynd en kjarasamningar setja nokkuð mark sitt á þessa þróun.

Samanlögð rekstrarniðurstaða á árinu 2020 hjá sveitarfélögum landsins reyndist vera halli sem nemur um 8,8 milljörðum kr. samanborið við um 14,7 milljarða kr. samanlagðan hagnað árið 2019. Fjárhagsáætlanir ársins 2020 gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð um 6,7 milljarða kr.

Veltufé frá rekstri á árinu 2020 var um 19,2 milljarðar kr. sem er um 45% samdráttur frá fyrra ári (34,6 milljarðar kr.). Fjárhagsáætlun ársins 2020 gerði ráð fyrir um 30,4 milljarðar kr. og skýrist samdráttur að nokkru af auknum launakostnaði umfram tekjuaukningu.

Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélaga námu um 411 milljörðum kr. á árinu 2020 sem er um 11% aukning frá fyrra ári. Fjárhagsáætlanir ársins 2020 gerðu ráð fyrir að heildarskuldir og skuldbindingar yrðu um 382 milljarðar kr.

Skuldahlutfall A-hluta á árinu 2020 var um 111% en áætlanir gerðu ráð fyrir um 102%.

Þrátt fyrir hærra skuldahlutfall miðað við fjárhagsáætlun ársins 2020 er skuldaviðmið A-hluta svo gott sem það sama fyrir árið 2020 eða um 67% en áætlanir gerðu ráð fyrir um 66%.

Horfur fyrir árið 2021
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kallaði fyrr á árinu eftir upplýsingum um stöðu fjármála hjá sveitarfélögum landsins á yfirstandandi ári í því skyni að leggja mat á horfur í fjármálum þeirra. Meðal upplýsinga sem kallað var eftir voru fjárhagsáætlanir með viðaukum sem gerðir hafa verið á árinu sem og yfirlit yfir útsvar, laun og launatengd gjöld, fjárhagsaðstoð og fjárfestingar á fyrstu fjórum mánuðum ársins. 49 sveitarfélög sendu ráðuneytinu umbeðin gögn.

Gögnin gefa til kynna að rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna í heild muni versna um 207 milljónir kr. (-1%) á árinu 2021 í samanburði við fjárhagsáætlanir. Veltufé frá rekstri dregst saman um 739 milljónir kr. (-14%) og handbært fé frá rekstri dregst saman um 377 milljónir kr. (-5%). Handbært fé í árslok verður því 103 milljónum kr. (-0,5%) lægra en áætlað var.

Þá verða heildareignir sveitarfélaganna 6.623 milljónum kr. (-0,95%) lægri en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir, heildarskuldir og skuldbindingar þeirra verða 1.538 milljónum kr. (-0,33%) lægri en áætlað var.

Forsíðumynd: Halldór Ben

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search