Bæjarstjórnarfundur fór fram í gærkvöldi hann hófst kl. 18:00 og tók enda um kl. 22:00 alls voru 13 mál tekin fyrir og oft á tíðum nokkrir undir liðir í þessum 13 liðum, Tígull lét sig ekki vanta á fundinn og fylgdist vel með öllum málefnum enda er Tígli kært um að vita allar hliðar á sem flestum málum bæjarins. Það verða nokkur málefnið frá þessum fundi rannsökuð aðeins betur áður enn við tjáum okkur um þau. Hérna er smá frá nokkrum af þessum málefnum í örstuttum settningum.
Tekist var á um hvar tjaldsvæðið á þjóðhátið á að vera – Áshamar eða Þórsvöllur
Það var tekist á með og á móti því að tjaldsvæðið yfir þjóðhátíðina yrði áfram við Áshamarhverfið eða á Þórsvellinum til reynslu, minni hlutinn vill halda því áfram við Áshamarinn þangað til þar verður byggt en meirihlutinn vill gera tilraun með að nota Þórsvöllinn undir tjaldsvæði næstu Þjóðhátið en í samvinnu við ÍBV íþróttafélag. Var þetta samþykkt af meirihlutanum. Þórsvöllur verður því þjóðhátíðartjaldsvæðið næstu þjóðhátíð.
Lagt var fram að skólastjóri myndi sitja í byggingarráði sem fer með viðbyggingu Hamarskóla
Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi lagði fram að skólatjóri GRV myndi sitja í bygginganefnd sem kemur að nýrri byggingu við Hamarsskóla. Eftir ábendingu frá Írisi Róbertsdóttir bæjarstjóra um að ef bæjarráð á að vera byggingarnefnd þá geta ekki aðrir setið þar nema sem áheyrnafulltrúar. Lagt var til að skólastjórinn yrði í verkefnastjórn. Allir bæjarfulltrúar voru sammála um að flott væri að fá skólastjórann með í ráðið. En minni hlutinn taldi þetta ekki leiðina að þessu og sátu hjá um að fara þá leið að þetta færi fyrir þá nefnd sem skipar í bygginganefnd. En meirihlutinn ræður og því fer þetta þá leið að bæjarráð mun skipa byggingarnefnd en lagt er til að skólastjóri komi inn í verkefnastjórn.
Samgöngumálin voru rædd
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri fór yfir umsögn um samgönguáætlun og stöðu samgöngumála en er seinkunn á viðbótar svefnrýmum í Herjólf, það eru mikil vonbrigði og eru allir sammála um það, Vegagerðin heldur sig við að svefnrýmin verði tilbúin í enda febrúar til afhendingar.
Minnka átti fjármagn til dýpkunnar en í Landeyjarhöfn samkvæmt drögum að samgönguáætlun en að sögn Írisar mótmælti bæjarstjórnin því harðlega og vonandi verður ekki úr því.
Bæjarstjóri lagði fram að það yrði farð sem fyrst í að skoða uppbyggingu á stórskipahöfn og þá út við Eiðið.
Og að lokum sagði Íris frá því að bæjarstjórn hafa fengið það í gegn breytingu frá síðustu samgönguáætlun að farið yrði í endubætur á flugvellinum núna í ár 2020 í stað þess sem áætlað var 2021.
Orkumálið
Um daginn fékk Vestmannaeyjabær græna ljósið, hvað er græna ljósið ? Grænt ljós er eitt af einkennismerkjum Orkusölunnar, þar sem öll raforkusala er vottuð 100% endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Græn vottun skiptir máli í viðskiptaumhverfinu og því eru fyrirtæki í auknu mæli að sækja sér Grænt ljós frá Orkusölunni til að aðgreina sig á markaðnum.
Íris Róberstdóttir bæjarstjóri lýsir yfir ánægju með að bærinn hafi náð þessum flotta árangri og eins lækkað raforkukostnað um allt að tíu milljónir á ári og þessi lækkun samþykkt í fjárhagsáætlun fyrir 2020.
Eyþór Harðarsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að of mikið væri gert úr þessum lækkunum að þær væru ekki nema um fjórar til fimm milljónir og að ekki þætti honum að þörf hafi verið á því að hæpa það upp í fjölmiðlum að bærinn hafi fengið græna ljósið, eruð ekki flestir að nota endurnýjnlega raforku í dag vildi hann meina. Tígull hafði samband við bæjarstjóra og fékk staðfest að lækkuni er 10 milljónir.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi var mjög ósátt með að hafa ekki fengið nægilegar upplýsingar um samninginn áður enn var skrifað undir en lýsti samt yfir að hún væri mjög ánægð með þessa lækkun.
Í tilefni dagsins kom þessi fyrrverandi bæjartæknifræðingur og bæjarstjóri og fylgdist með bæjarstjórnarfundi i kvöld.
Páll Zóp. tók þátt í bæjarstjórnarfundi fyrir 47 árum og fannst honum við hæfi að koma i dag og minnast þessa dags.Elís og Njáll vilja helst vera eins á bæjarstjórnarfundum og leggja mikið upp úr því, mjög flottir í kvöld. Það verður spenndi að sá þá í næsta mánuði.
Eyþór Harðarsson, Njáll Rangarsson, Trausti Hjaltason, Íris Róbersdóttir, Páll Zóphóníasson,Elís Jónsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir Hópurinn einbeittur að hlusta á forsetabæjarstjórnar setja fundinn.