Laugardagur 24. september 2022

Tekinn við rekstri fjölskyldufyrirtækisins

Bensínsalan Klettur skipti um eigendur á dögunum. Klettur hefur verið í eigu Katrínar Sjafnar Sigurbjörnsdóttur og Magnúsar Sveinssonar í 47 ár og tekur nú sonur þeirra, Sveinn Magnússon, við keflinu

Tígull tók Svenna tali á þessum tímamótum.

Svo lengi sem Svenni man eftir sér hefur Klettur verið hans annað heimili

Hann man eftir sér og Diljá systur sinni við fætur foreldranna í afgreiðslunni og kom fyrir að þau lögðu sig á frystikistunni þegar vinnutími þeirra dróst fram yfir háttatíma. Sjálf voru þau byrjuð að afgreiða í sjoppunni fyrir fermingaraldur og hafa allar götur síðan aðstoðað foreldra sína af og til. Það hefur reynst vel að eiga vísan vinnustað í námshléum eða meðfram öðrum störfum.

Barnabörn Sjafnar og Magga hafa einnig mörg hver hafið starfsferil sinn á Kletti en dætur Svenna fóru ungar að standa þar vaktir. Því er óhætt að fullyrða að Klettur sé rótgróið fjölskyldufyrirtæki. 

Svenni á vaktinni

Í dag eru starfsmennirnir á Kletti sjö talsins en fleiri yfir sumartímann.

Aðspurður um hvernig Magga gangi að slíta sig frá daglegum rekstri eftir nær hálfa öld fer Svenni að brosa og segir föður sinn viljugan til aðstoðar enda almennt sérlega bóngóður að eðlisfari.

Hann man ekki til þess að faðir sinn hafi nokkru sinni tekið frídag sé hann staddur á Eyjunni. Annars standi hann sig vel og hafi ekki verið lengi að finna sér verkefni í nýfengnu frelsi.

Svenni var spurður að því hvort vænta megi breytinga. Hann sagði það allt í skoðun en ljóst sé að sjoppan þurfi á upplyftingu að halda eftir að hafa verið nær eins í áratugi. Þau munu jafnframt með hækkandi sól koma með nýjungar í vöruúrvali þó haldin verði tryggð við kjarna Klettsins.

Svenni og fjölskylda vonast til að gamlir og nýjir viðskiptavinir taki sér vel og þakka þær hlýju móttökur sem þau hafa þegar fengið.

Þau munu gera sitt besta til að þjónusta Eyjamenn og gesti vel í hjarta bæjarinns.  

 

Sjöfn, Svenni, Hrund, Maggi,Magga,Diljá, Karen,Íris og Guðný
Maggi passaði alltaf upp á að það væri alltaf nýlagað kaffi á könnunni.
Agnes Líf að hjálpa afa á sjoppuvaktinni
Frá vinstri: Magnús Sveinsson (Maggi á Kletti) Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Magnússon (nú Svenni á kletti) dætur hans Elísa Sjöfn og Agnes Líf og konan hans Thelma Gunnarsdóttir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is