Tara Sól og Arnór – mestu framfarir

Tara Sól Úranusdóttir og Arnór Viðarsson hlutu viðurkenninguna mestu framfarir á lokahófi handboltans síðastliðið föstudagskvöld.
Tígull heyrði frá þessum ungu og efnilegu leikmönnum:

 

Nafn: Arnór Viðarsson
Aldur: 20
Foreldrar: Viðar Einarsson & Dóra Björk
Hver eru framtíðarmarkmið þitt í handboltnum? Komast lengra en Elliði
Ef þú mættir velja þér lið til að spila fyrir – hvað er draumaliðið? Eitthvað af topp liðunum í Þýskalandi
Hvað ertu með langan samning við ÍBV?  Ég á ár eftir hérna
Hvernig er mórallinn í liðinu? Mórallinn er frábær
Erfiðasti andstæðingurinn? Benedikt Gunnar Óskarsson getur verið erfiður
Skemmtilegasta æfingin? Fótbolti í upphitun
Eftirminnilegast með liðsfélögunum? Bikarmeistarar 2020 stendur upp úr
Hver er mesti trúðurinn í liðinu? Kári Kristján er uppistandarinn í klefanum
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fá verðlaunin mestu framfarir á lokahófinu? Mikil heiður að fá verðlaun í svona góðu liði eins og við erum

 

Nafn: Tara Sól Úranusdóttir
Aldur: Ég verð 19 ára í ágúst
Foreldrar: Foreldrar mínir eru Úranus Ingi Kristinsson og Sigríður Diljá Magnúsdóttir svo á ég stóran bróður sem heitir Jón Gauti Úranusson.
Hver eru framtíðarmarkmið þitt í handboltnum? Framtíðarmarkmið mitt í handboltanum hefur alltaf verið að komast í landsliðið.
Ef þú mættir velja þér lið til að spila fyrir – hvað er draumaliðið? Draumaliðið mitt væri örugglega Team Esbjerg í Danmörku.
Hvað ertu með langan samning við ÍBV? Ég er bara á venjulegum leikmannasamning.
Hvernig er mórallinn í liðinu? Mórallinn er bara mjög góður í liðinu og við náum allar mjög vel saman.
Erfiðasti andstæðingurinn? Erfiðasti andstæðingurinn væri mögulega Elísa eða Sunna.
Skemmtilegasta æfingin? Skemmtilegasta æfingin er leikur sem við förum í sem við köllum Ásta, þar sem tvær hlaupa upp og ein kemur til baka í vörn.
Eftirminnilegast með liðsfélögunum? Eftirminnilegast með liðsfélögunum ég bara er ekki viss, höfum svo mikið af skemmtilegum minningum saman að það er erfitt að velja eitthvað eitt.
Hver er mesti trúðurinn í liðinu? það væru þær Harpa og Bríet.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fá verðlaunin mestu framfarir á lokahófinu? Að fá verðlaunin fyrir mestu framfarir segir mér að ég sé að gera eitthvað rétt,
að öll vinnan sem ég er búin að leggja á mig á þessu tímabili sé að virka og það hefur skilað sér inn á vellinum á þessu tímabili myndi ég segja.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search