Þriðjudagur 25. júní 2024
bærinn

Taprekstur í fyrsta skipti í 14 ár

Sveitarsjóður rekinn með 60 milljón króna tapi

Í fyrsta skipti í 14 ár eða frá síðustu stjórnartíð vinstri manna, er taprekstur á sveitarsjóði Vestmannaeyjabæjar nú staðreynd og slakasta heildarrekstrarniðurstaða Vestmannaeyjabæjar síðan 2006. Slíkt vekur eðlilega áhyggjur og vonbrigði undirritaðra. 

Útsvarstekjur langt yfir áætlunum

Útsvarstekjur síðasta árs eru 230 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir þrátt fyrir heimsfaraldur. Samt sem áður mistekst núverandi vinstri meirihluta að halda jafnvægi á rekstri Vestmannaeyjabæjar og skilar sveitarsjóði 60 milljónum í mínus. Heildarniðurstaðan versnar um 630 milljónir milli ára sem er áhyggjuefni.

Varnaðarorð hundsuð

Á yfirstandandi kjörtímabili hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins margítrekað bókað á fundum bæjarstjórnar varnaðarorð vegna aukningu stöðugilda, fasteignakaupa, fjölgun bæjarfulltrúa eða annarrar óábyrgrar þenslu sem undirrituð hafa ekki getað samþykkt við aðstæður þar sem m.a. aflabrestur hefur verið yfirvofandi, mikil óvissa vegna heimsfaraldurs og yfirvofandi skerðingar fjárframlaga frá jöfnunarsjóði. Slík varnaðarorð hafa í nær alla staði verið hundsuð. Því ver og miður virðast áhyggjur undirritaðra vera að raungerast.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Helga Kristín Kolbeins

Trausti Hjaltason

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search