Miðvikudagur 24. júlí 2024

Tap í Lengjubikarnum í gær

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu:

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu léku í gær gegn FH í A-deild Lengjubikarsins. Leikurinn við FH byrjaði vel hjá stelpum en Viktorija Zaicikova kom ÍBV yfir eftir 45. sekúndna leik með frábæru skoti að utan. Tuttugu mínútum síðar jöfnuðu FH-ingar, 1-1.  Á 37. mínútu kom Selma Sól Sigurjónsdóttir FH yfir og Erla Sól Vigfúsdóttir jók forystuna enn meira þegar hún skoraði á 41. mínútu og staðan því 3-1 í hálfleik.
Á 61. mínútu gerði ÍBV sjálfsmark og tæpum 25 mínútum síðar setti Hildur Katrín Snorradóttir síðasta markið fyrir FH.  FH er með sex stig eftir tvær umferðir, á meðan ÍBV er án stiga og með markatöluna 1-12.

Elísa Hlynsdóttir lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í ÍBV treyjunni en á myndinni er hún með Viktoriju markaskorara.

FH 5 – 1 ÍBV
0-1 Viktorija Zaicikova (‘1 )
1-1 Helena Jónsdóttir (’20 , Sjálfsmark)
2-1 Selma Sól Sigurjónsdóttir (’37 )
3-1 Erla Sól Vigfúsdóttir (’41 )
4-1 Guðný Geirsdóttir (’61 , Sjálfsmark)
5-1 Hildur Katrín Snorradóttir (’85 )

 

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu:

wMeistaraflokkur karla spilaði einnig í Lengjubikarnum í dag en þeir mættu liði Fylkis á Wurth vellinum. Benedikt skoraði fyrsta mark leiksins á tíundu mínútu og tvöfaldaði forystuna skömmu síðar, áður en hann fullkomnaði þrennuna á 36. mínútu.
Guðmar Gauti Sævarsson bætti fjórða markinu við í síðari hálfleik og urðu lokatölur 4-0 fyrir Fylki, sem var að ná í sinn fyrsta sigur í riðlakeppninni og er með þrjú stig eftir þrjár umferðir. ÍBV eru án stiga eftir tvo leiki og með markatöluna 1-11.
Fylkir 4 – 0 ÍBV
1-0 Benedikt Daríus Garðarsson (’10 )
2-0 Benedikt Daríus Garðarsson (’13 )
3-0 Benedikt Daríus Garðarsson (’36 )
4-0 Guðmar Gauti Sævarsson (’73 )

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search