Karlalið ÍBV spilaði gegn liði Keflavíkur í dag á útivelli. Keflavík sigraði með þremur mörkum gegn einu. Í hálfleik var staðan 1-1 en Gary Martin skoraði á 41. mínútu. Á 78. mínútu fékk Ari Steinn Guðmundsson leikmaður Keflavíkur að líta rauða spjaldið og voru þeir því leikmanni færri síðustu mínúturnar.
ÍBV situr því í 4. sæti með 30 stig eftir 19 leiki en Keflavík situr á toppnum með 40 stig. Fram í 2. sæti með 39 stig eftir 18 leiki og Leiknir í því þriðja með 36 stig eftir 18 leiki. Það er því ljóst að ÍBV mun ekki leika í Pepsi-Max deildinni næsta sumar. En aðeins eru 3 umferðir eftir í Lengjudeildinni.
Næsti leikur er á laugardaginn gegn Vestra á Hásteinsvelli kl. 14:00
Keflavík 3 – 1 ÍBV
1-0 Davíð Snær Jóhannsson (‘7)
1-0 Josep Arthur Gibbs (’40, misnotað víti)
1-1 Gary John Martin (’41)
2-1 Ari Steinn Guðmundsson (’50)
3-1 Frans Elvarsson (’64, víti)
Rautt spjald: Ari Steinn Guðmundsson, Keflavík (’78)