Nú stendur yfir vinna við að reisa nýju hráefnistönkunum sem smíðaðir voru fyrir Ísfélag Vestmannaeyja á Nausthamarsbryggju. Tankarnir voru smíðaðir í Hollandi og eru ætlaðir í loðnuhrognavinnslu Ísfélagsins. Tankarnir eru fjórir og bera hver um sig 500 rúmmetra. þeir komu til Eyja um miðjan september. Tankarnir eru geymsla fyrir hráefni í loðnuhrognavinnsluna. „Stefnt er að því að setja tankana upp í vikunni og klára tengingar en stefnan er að nota þetta á næstu vertíð svo það liggur ekki á þessu“, segir Páll Scheving í samtali við Tígul.
HS vélaverk annaðist jarðvegsvinnuna. Steini og Olli smíðar húsið undir tankana. Skipalyftan/Eyjablikk annast vinnuna við tankana sjálfa og Vélaverkstæðið Þór sér um lagnavinnuna. Mannvit og Héðinn eru Ísfélaginu til ráðgjafar í smíðinni.