07.03.2020 kl 17:07
Í dag hafa greinst fimm ný smit. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis.
Hinir tveir sýktust erlendis. Tveir þeirra eru á þrítugsaldri, einn á fertugsaldri, einn á fimmtugsaldri og einn á áttræðisaldri. Allir búa á höfuðborgarsvæðinu.
Fjöldi smitaðra er því orðinn 50 talsins, þar af eru sjö innanlandssmit.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar í dag og var þar sérstaklega brýnt að þær aðgerðir sem yrði farið af stað með myndu einblína á hópa sem eru viðkvæmir fyrir.
Þá sérstaklega einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og eldra fólk. Ákveðnar reglur og leiðbeiningar hafa veirð gefnar út fyrir þá hópa sem aðgengilegar eru á heimasíðu landlæknis.