Laugardagur 28. janúar 2023

Táknrænn bæjarstjórnarfundur á 50 ára gosafmæli

Sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja var haldinn í ráðhúsinu í gær. Fundurinn var haldinn til minningar um það að í gær voru liðin 50 ár síðan eldgos hófst á Heimaey. Sérstakur gestur fundarins var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar setti fundinn og sagði hann óhefðbundinn að öllu leyti, efnislega og tímalega. Þá sagði hann fundinn ekki síst táknrænan til þess að minnast og þakka fyrir giftursamlegt björgunarafrek þegar fleiri en 5000 Eyjamenn voru, á einni nóttu, fluttir upp á land. Og til að þakka fólkinu á fastalandinu fyrir móttökurnar og hjálpina. Sem og þeim hérlendis og erlendis sem stuðluðu að endurreisn bæjarins eftir gos. Það má líka segja að vera Páls á þessum fundi sé að vissu leyti einnig táknræn en hann er sonur Magnúsar H. Magnússonar sem var bæjarstjóri Vestmannaeyja á gosárunum. En fundurinn var ekki síst haldinn í virðingarskyni við þá sem sátu í bæjarstjórn gosárið. „Mér er til efs, að nokkur bæjarstjórn hafi nokkurtímann staðið frammi fyrir jafn ógnarlegu verkefni og forverar okkar hér fyrir nákvæmlega 50 árum,“ sagði Páll meðal annars í máli sínu.

Þá tók til máls Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Guðni sagði það sér heiður og ánægja að fá að vera viðstaddur á þessum tímamótum. Þá talaði hann um þann samhug og samkennd sem einkenndi allt starf í kringum gosið, alveg frá fyrstu stundu. Þá nefndi hann skeyti sem sent var 23. janúar 1973 til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Í því stóð „Eldgos hafið á Heimaey. Vinsamlegast látið almannavarnir vita.“  Þá benti hann sérstaklega á orðið „vinsamlegast“ og sagði það einmitt dæmi um það æðruleysi og fumleysi sem einkennti öll björgunarstörf á Heimaey fyrir 50 árum. Þá dáðist hann af blómlegu atvinnu- og menningarlífi Eyjanna nú 50 árum síðar og sagðist alltaf gott að koma til Eyja.

Aðeins eitt annað mál var á fundinum en það var að samþykkja nokkra þeirra dagskráliði sem efnt verður til í tilefni tímamótanna.
1. Hátíðardagskrá þann 23. janúar 2023. Blysför frá Landakirkju og minningarathöfn í Eldheimum. Einnig viðburðir á söfnum bæjarins með þátttöku skólabarna.
2. Goslokahátíð dagana 3.-9. júlí 2023. Viðburðir ákveðnir í samstarfi við Goslokanefnd og meira lagt í dagskrá og tengda hliðarviðburði en venja er.
3. Málþing um eldgosin á Heimaey og í Surtsey dagana 5.-6. október.
4. Listaverk á nýja hrauninu eftir Ólaf Elíasson.
5. Fundur forsætisráðherra norðurlandanna haldinn í Vestmannaeyjum í aðdraganda Goslokahátíðar í sumar.
6. Safnahelgin í haust verður tileinkuð eldsumbrotunum á Heimaey og í  Surtsey.

Fleiri viðburðir eru í undirbúningi sem kynntir verða innan tíðar.

Tillagan var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum.

 

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, setur fundinn.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var sérstakur heiðursgestur fundarins.

Leikskóladrengir á Sóla áttu leið framhjá í miðri myndatöku og fengu að sjálfsögðu að vera með.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is