Miðvikudagur 27. september 2023
Bærinn höfnin

Tæpir sjö milljarðar í hafnaframkvæmdir og sjóvarnir á árunum 2020-2025

03.12.2020

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti nýlega ávarp á ársþingi Hafnasambandsins, sem að þessu sinni var haldið rafrænt.

Fjármagn til hafna og mikilvægra sjóvarna hefur verið stóraukið á kjörtímabilinu og síðast í tengslum við fjárfestingaátak ríkisstjórnarinnar í vor. Í ár verður 1,6 milljarði króna varið til hafnaframkvæmda og 1,2 milljarðar eru settir í hafnir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021.

Alls sé áætlað að verja tæpum sjö milljörðum króna á sex ára tímabili frá 2020-2025.

Ráðherra sagði í ræðu sinni á þinginu að hafnir væru afar mikilvægar atvinnulífi og efnahag landsins enda fari langstærsti hluti innflutnings og útflutnings um hafnir.

„Mikilvægi hafna fyrir nýtingu sjávarauðlinda, millilandaviðskipti Íslands og ferðaþjónustu verður seint ofmetið. Þjónusta þeirra eru á margan hátt ómissandi hlekkur í að viðhalda og bæta lífskjör á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi.

Sigurður Ingi sagði að með fjölbreyttari atvinnuháttum hafi hlutverk og vægi hafna verið að breytast síðustu ár. Hafnirnar væru „undirstaða atvinnulífs, lífæð samfélagsins sem þurfa að aðlagast að breyttum þörfum og breyttu neyslumynstri neytanda.“

Greint er frá þessu á vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is