Hráefni:
1/2 bolli heitt vatn
2 msk edik
1 rauðlaukur
3 hvítlauksgeirar
4 msk. saxað lemongrass
1 tsk. chiliflögur
500 g kjöt (kjúklingur, hakk, lamb)
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
2 bollar söxuð agúrka
2-3 radísur
3 vorlaukar
1 msk ferskur chili, fínskorinn
1/2 bolli mynta
1/2 bolli basilika
2 msk fiskisósa
4-5 msk lime safi
1 tsk púðursykur, hunang eða síróp
Aðferð:
Skerið helminginn af rauðlauknum í bita og geymið
Takið hinn helminginn af lauknum í sundur (þunnar sneiðar). Setjið í skál með 1/2 bolla sjóðandi vatni og 2 msk af ediki og geymið í ísskáp. Pikklum hann.
Eldið kjötið: Hitið olíu á pönnu og bætið lauknum við, svo hvítlauknum, lemongrass og chiliflögum.
Látið malla í 2-3 mínútur og bætið svo kjötinu við.
Kryddið kjötið með salti og pipar. Þegar kjötið er tilbúið losið þá vökvann frá.
Á meðan kjötið er að steikjast á pönnunni er gott að setja restina í skál. Þ.e agúrkuna, radísur, vorlaukinn, myntuna og basilíkuna og ferskan chili.
Bætið svo kjötinu við, pikklaða lauknum, fiskisósunni, lime safanum og sætunni.
Gott að bera fram með hrísgrjónum.