Tækifæri í sparnaði á árinu 2022?

Tígull fékk Eyjamanninn Sigurð Kristján Sigurðsson og Helenu Kristínu Brynjólfsdóttur sérfræðinga hjá fjárfestingafyrirtækinu Akta til að taka saman góð sparnaðarráð og upplýsingar varðandi hlutabréfamarkaðinn.

Há verðbólga um þessar mundir þýðir að sparnaður á innlánsreikningum rýrnar að raungildi í hverjum mánuði. Á sama tíma er umrót á mörkuðum eftir gjöfult ár í fyrra. Því er mikilvægt að spyrja sig hvort sparnaðurinn sé skynsamlega staðsettur í byrjun nýs árs.

Hvað þarf ég að hafa í huga varðandi minn sparnað ?

Skynsamlegt getur verið að leita ráðgjafar um hvaða tilfærslur á sparnaði geta hentað hverjum og einum. Afar mismunandi er hvernig eignasöfn einstaklinga eru staðstett fyrir og um leið hefur fólk mismunandi ávöxtunar- og áhættuvilja.

Hvaða umrót er nú á mörkuðum ?

Helsta ástæðan fyrir núverandi umróti á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum er einna helst há verðbólga hér heima og erlendis. Líklegt er þó að verðbólga taki að hjaðna á ný með vorinu þótt það gæti tekið a.m.k. ár fyrir hana að komast í eðlilegt horf.

Umrótið á mörkuðum er þó að einhverju leyti úr jákvæðri átt, þ.e. vegna færslu úr óvenjulegu efnahags-

ástandi samhliða Covid yfir í eðlilegra ástand. Eignaflokkar sem gáfu vel af sér í Covid krísunni síðustu tvö ár eru farnir að gefa á bátinn. Um leið hafa sumir fjárfestingarkostir tekið að rétta úr kútnum á ný vegna væntinga um eðlilegra efnahagsástand.

Hver voru áhrif Covid19 á markaði ?

Tökum örstutta upprifjun á áhrifum Covid-19 á markaði frá árinu 2020. Í fyrstu einkenndust viðbrögð markaða af hræðslu við áhrif veirunnar og vissulega hafa ákveðnar atvinnugreinar ekki enn náð sér almennilega á strik á ný líkt og ferðaþjónustan hérlendis. Ríkisstjórnir og seðlabankar víðast hvar, þar með talið á Íslandi, gripu hinsvegar til sögulegra stuðningsaðgerða sem áttu vafalaust þátt í því að eignaverð hækkaði almennt umtalsvert. Sparifjáreigendur nutu því í mörgum tilfellum góðs af þróuninni svo sem með almennt hækkandi verði hlutabréfa, skuldabréfa og fasteigna. 

Hver verða áhrifin ef veiran er orðin mildari ?

Aukin bjartsýni er á að efnahagslíf heimsins geti á ný farið að þokast nær því sem var fyrir heimsfaraldur. Ástæðan er ekki síst mildara afbrigði veirunnar sem veldur Covid19, en einnig útbreiddari bólusetningar og ný lyf til að meðhöndla sjúkdóminn. Þróun á mörkuðum síðustu tveggja ára gæti að sumu leyti færst nær því sem var fyrir heimsfaraldur, þótt það gerist ekki á einni nóttu. Í því munu bæði felast tækifæri og ógnanir. 

Hvernig lítur íslenski hlutabréfamarkaðurinn út ?

Sveiflur á erlendum hlutabréfamörkuðum munu eflaust halda áfram að smitast að einhverju leyti yfir á innlenda hlutabréfamarkaðinn. Ágætt er þó að hafa í huga ólíka samsetningu innlenda markaðarins samanborið við bandarískar hlutabréfavísitölur. Íslenski markaðurinn einkennist síður af vaxtarfélögum og ætti því að vera síður næmur fyrir hækkandi vaxtastigi. Þannig má færa rök fyrir að verðlagning innlendra hlutabréfa byggi í sumum tilvikum í meiri mæli á núverandi hagnaði fyrirtækja heldur en framtíðarvæntingum. 

Jafnframt gæti innlendi markaðurinn átt a.m.k. tvo hauka í horni. Í fyrsta lagi gera spár ráð fyrir að hagvöxtur ársins 2022 muni aukast frá fyrra en því er öfugt farið þegar spár um heimshagvöxt eru skoðaðar. Í öðru lagi eru teikn á lofti um að Ísland muni halda áfram að gera sig meira gildandi í alþjóðlegum hlutabréfavísitölum sem gæti ýtt undir kaupáhuga erlendra hlutabréfasjóða. Að því sögðu þarf þó ávallt að hafa í huga að hlutabréf eru í eðli sínu sveiflukennd og að áhættudreifing í eignasöfnum er mikilvæg.

Er innlánum betur borgið í skuldabréfum ?

Skuldabréfaverð fór mjög hækkandi í kjölfar Covid-19 krísunnar enda gerðu lækkandi innlánavextir það að verkum að skuldabréf urðu að hlutfallslega meira spennandi kosti. Eftir því sem Seðlabankinn hefur tekið að hækka vexti á ný hafa skuldabréf heilt yfir tekið að leiðréttast í verði í takt við þá hefðbundnari heimsmynd sem virðist blasa við. Vissir hlutar skuldabréfamarkaðarins hafa þó haldið áfram að skila góðri ávöxtun. 

Nú sem fyrr hefur því skipt ákaflega miklu máli að stýra samsetningu skuldabréfasparnaðar í samræmi við aðstæður, hvort sem það er gert beint eða gegnum sjóði. Þótt illskárri tíð geti verið framundan fyrir innlánasparnað eru líkur á að vandlega valin skuldabréfasöfn haldi áfram að gera töluvert betur en innlánavextir.

Hvar verða tækifærin á árinu 2022 ?

Líklegt er að áhugaverð fjárfestingartækifæri skapist á árinu þegar umrót á mörkuðum er að mestu gengið yfir. Mikilvægt að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif þróunin gæti haft á þinn sparnað og hvort tilefni sé að stokka upp í núverandi eignasafni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search