Synti 6 km til minningar um afrek Guðlaugs

Hið árlega Guðlaugssund fór fram í Vestmannaeyjum þann 11. mars síðastliðinn til minningar um frækið björgunarafrek Guðlaugs Friðþórssonar sem synti um 6 kílómetra leið í land eftir sjóslys fyrir tæplega 40 árum.

Guðlaugur synti til lands eftir að Hellisey VE 503 sökk austan við Heimaey að kvöldi 11. mars 1984. Fjórir menn fórust í slysinu.

Sonja Andrésdóttir fer á hverju ári og syndir Guðlaugssundið í sundlaug Vestmannaeyja til minningar um atburðinn. Hún mætti kl. 04 um nóttina og var að klára rétt fyrir 7. Hún sagðist vita til þess að fleiri hefðu synt sem mættu klukkutíma síðar og einhverjir sem skiptu vegalengdinni á milli sín.

Afhverju  að synda Guðlaugssundið á hverju ári?

Þetta er ákveðin áskorun og fara út fyrir rammann.

Mér finnst skipta máli að halda minningunni á lofti því sem Guðlaugur afrekaði.

Hversu oft í viku syndirðu?

Ég syndi einu sinni á ári og tek þá 6 km eða 240 ferðir.

Hvernig heldur þú þér í formi?

Ég er í dugnaði og mæti þangað ca. þrvisvar í viku og svo reynum við félagarnir að hlaupa saman (ég og hundurinn) 2x í viku. Það er svo frábært að vera hjá stelpunum í Dugnaði  og þetta er hreyfing sem ég hef fundið mig í. Þetta er eitthvað sem er fyrir alla.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search