Sýning Rikka Zoega í aðalkrónni á Skipasandi kl 18:00 í dag

05.06.2020

Heppnasti tengdapabbi í heimi og úteyjarnar

Ríkharður Stefánsson, kokkur á Bergey VE, er ekki maður einhamur. Hann stundar sjóinn stíft, er maðurinn á bak við tjöldin í Sjómannadagsráði og þegar næði gefst í landi grípur hann pensil og liti og málar á striga eins og enginn sé morgundagurinn. Rikki er félagi í Listvinafélagi Vestmannaeyja sem hefur lagt undir sig Hvíta húsið við Strandveg að stórum hluta. Þar hefur Rikki komið sér upp aðstöðu og er að undirbúa fyrstu einkasýningu sína. Allar eru myndirnar til sölu og rennu andvirðið til góðgerðamála.

„Hugmyndin kviknaði á sýningu sem Viðar Breiðfjörð hélt á Goslokahátíðinni í fyrra í krónni sem Helgi Braga, Jói P, Sigurjón Ingvars og Kalli Haralds eiga á Skipasandi. Byrjaði í léttu spjalli og þá kom Sigurjón með hugmynd um að ég sýndi hjá þeim næsta Sjómannadag. Ég sagði fyrst nei en þá sagðist Sigurjón vera kominn með nafn á sýninguna: Heppnasti tengdapabbi í heimi og úteyjarnar. 

Og hvað gat ég sagt annað en já, eigandi þessa frábæru tengdasyni, Ágúst Halldórsson og Sævald Hallgrímsson? Og hvað er fallegra en úteyjar Vestmannaeyja?“

Sýningin verður opnuð klukkan 18:00 í dag föstudag.

„Strákarnir sem eiga króna bjóða upp á drykki og Halli á Canton verður með létta rétti. Öll málverkin, sem sýna úteyjarnar í sinni fallegustu mynd, eru til sölu. Söluandvirðið rennur óskert til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Þetta er mín fyrsta einkasýning og vonast ég til að sjá sem flesta og að einhverjir leggi mér lið við að styrkja gott málefni.“ sagði Rikki að endingu.

Rikki bauð nokkrum konum að skoða verkin sem hann ætlar að sýna. Hér er hann með Siggu Stínu sem eins og hinar konurnar dáðist mjög að verkunum.

Suðurey þykir sumum fallegust úteyja.

-Ómar Garðarsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is